sunnudagur, mars 01, 2009

Hvernig ber að borða graut

Þegar skeiðin kemur þá opnar maður munninn upp á gátt. Þegar grauturinn er kominn upp í munninn þá ýtir maður honum út á neðri vörina með tungunni. Þegar grauturinn er kominn á neðri vörina þá reynir maður að sleikja hann þaðan og ýtir hluta af honum í leiðinni niður á höku. Þegar mamma kemur með skeiðina til að hreinsa grautinn af hökunni og neðri vörinni þá er mjög mikilvægt að bíða þar til hún hefur náð smá af honum í skeiðina og snúa þá höfðinu til hægri og vinstri. Þetta tryggir að grauturinn fer út um mest allt andlit. Þetta er svo endurtekið við hverja skeið. Þegar grauturinn er sennilega búinn en maður er ekki viss þá er hægt að athuga það með því að stinga öllum puttunum upp í sig. Það er þrefalt gagn í þessu: Maður kemst að því hvort grauturinn er búinn, maður atar ermarnar út í graut og ef maður er nógu snöggur þá er líka hægt að setja graut í buxurnar.
Svona ber að borða graut.

4 ummæli:

  1. Gaman að borða graut. Mundu að taka nóg af myndum af þessum tilburðum þeirra, svo nauðsynlegt að geta sýnt þeim þetta síðar.

    SvaraEyða
  2. Nema hvað. Þetta er hin eina sanna löggilta aðferð :-)

    SvaraEyða
  3. Blessaðir ormarnir... það er ekki að ástæðulausu að þeir eru hafðir svona sætir fyrstu árin.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...