sunnudagur, júlí 12, 2009

Þrítugskrísan

Fyrir tæpum tíu árum síðan leið mér ekki vel. Það kristallaðist á því augnabliki sem ég fékk bréf um 10 ára stúdentafagnað. Þá þurfti ég aðeins að sitjast niður og anda því ég var alls ekki á þeim stað í lífinu sem ég hafði ætlað mér að vera 10 árum fyrr þegar ég útskrifaðist sem cocky, little shit úr MR. Ég hafði ekki lokið námi, var ógift og barnlaus í láglaunavinnu á geðdeildinni. Með fullri virðingu fyrir þeirri vinnu. Þetta var bara ekki planið. Seinna mun ég væntanlega fabulera um mikilvægi þess að fara út af sporinu og þroskast en það breytir því ekki að mér leið alls ekki vel á þessum tíma.
Lengi vel hélt ég að þetta hefði bara verið ég og mitt líf en ca. sjö árum seinna fer þá þrítug kona að tala um að óánægju sína með lífið og tilveruna. Og fyrir skömmu er rétt rúmlega þrítug kona að tala um að hlutirnir séu bara ekki eins og þeir eigi vera við mig og aðra konu. Sú kona fer að tala um að einmitt upp úr þrítugu hafi ákveðin óánægja gripið um sig hjá henni og hún hafi í framhaldi skellt sér í nám.
Ég ætla því að halda því fram að til sé fyrirbærið þrítugskrísa sem grípur konur og verði viðurkennt í fræðibókum.

2 ummæli:

  1. Ég get skrifað undir þetta. Að vísu var ég komin í námið þrítug, fór 28 ára eftir skell í atvinnuviðtali (guði sé lof og dýrð fyrir þann skell). En það er þúsund sinnum betra að vera að verða fertug en það var að verða þrítug.

    SvaraEyða
  2. Hún grípur ekki bara konur og ekki bara þrítuga.
    Kv,
    Einn hálffimmtugur í námi.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...