Ég hitti hann síðast á Akureyri 2006 í jólainnkaupum og fór og spjallaði en þá hringdi gemsinn minn. Ég var að selja íbúðina mína og fasteignasalinn í símanum svo ég þurfti að svara og tala í smátíma svo Hrafn bara nikkaði og fór. Hins vegar finnst mér það ókurteist þegar fólk tekur símann á meðan það er að tala við mann svo mér fannst þetta alltaf frekar leiðinlegt. Ekkert issjú svona en nóg til þess að ég ætlaði að biðjast afsökunar á þessu næst þegar ég hitti hann. Það verður greinilega bið á því svo Hrafn ef þú ert þarna einhvers staðar þá biðst ég afsökunar á dónaskapnum.
þriðjudagur, júlí 14, 2009
Síðbúin afsökunarbeiðni
Ég sé, því miður, að Hrafn Friðbjörns er dáinn. Ég þekkti hann ekki mikið en fannst hann alltaf mjög myndarlegur. Dökkur og flottur:) Þegar hann fór í sálfræðinámið þá unnum við saman á Kleppi í smá stund. Þótt hann væri svona "selebb" þá var hann alltaf mjög almennilegur og var bara einn af starfsmönnunum. Kjaftaði og mætti í partý og var næs.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli