mánudagur, október 10, 2011

Elsku besta Vinnumálastofnunin

Núna er góða fólkið hjá Vinnumálastofnun búið að ákveða að sveitarstjórnaseta mín flokkist undir ,,hlutastarf". Að vísu flokkar stéttarfélagið mitt sveitarstjórnarsetuna ekki undir hlutasatrf heldur ,,fundarsetu" sem reiknast ekki sem prósentuvinna en eins og góða stúlkan hjá Vinnumálastofnun bentu mér svo vinsamlega á um daginn þá vinnur Vinnumálastofnun ekki með verkalýðsfélögunum.
Vinnumálstofnun hefur sem sagt ákveðið það, algjörlega upp á eigið einsdæmi og einhliða að sveitarstjórnaseta mín flokkist sem 16% hlutastarf og hefur skert atvinnuleysisbæturnar mínar sem því nemur, niður 84%. Núna skulda ég VMST fullt af pening og hún er byrjuð að draga hann af mér. Mikið varð ég glöð þegar ég fékk útborgað síðast. Samt hef ég alltaf gefið upp launin og verið dregið af mér í samræmi.
Ég mæti á fundi tvisvar í mánuði. Þeir eru svona 3-4 tímar. Þetta er sem sagt alveg heill einn vinnudagur í mánuði. Síðast þegar ég vissi þá var vinnuvikan skilgreind sem 40 stundir. Þá ætti mánuðurinn að vera 160 stundir.  Nú hef ég svo sem aldrei verið sterk í stærðfræði en ég er tiltölulega sannfærð um að 8 af 160 séu ekki nema 5%. Gefum okkur að sveitarstjórnarsetan sé vel launuð og það eru nú alveg deildar meiningar um það. 16% er samt ansi ríflegt.
Engin ummæli:

Skrifa ummæli