Fyrir allnokkrum árum síðan vann ég á næturvöktum. Eina nóttina dundaði ég mér við að búa til skjávara með andlitsmyndum starfsmanna. Voru myndirnar teknar af starfmannapössunum. (Þetta tók ekki ýkja langan tíma svo ég var ekkert að svíkjast voða mikið undan verkum.) Vakti þetta frekar lukku en hitt hjá samstarfsfólkinu og fékk skjávarinn að rúlla.
Nokkru seinna vorum við sameinuð öðrum (hin eilífa hagræðing) og bjó ég til nýjan skjávara. Nú brá svo við að uppátækið vakti litla lukku hjá nýju samherjunum. Rökin voru einhvern veginn á þá leið að það kærðu sig ekki allir um að hafa andlitið á sér blasterað á tölvuskjá. Þetta þóttu mér hin fáránlegustu rök; Þetta sama fólk blasteraði þessi sömu smetti framan í mig alveg reglulega án nokkurs tillits til minna tilfinninga. Og hana nú!
Eníveis. Skjávarinn var tekinn af, ég fór annað (í engum tengslum við þetta, samt) og árin liðu.
Eins og stundum vill fylgja tímanum þá breytist ýmislegt. Fyrst komu myndavélasímar, svo Snjáldurskinnan og nú snjallsímar.
Ungt fólk tekur myndir við öll möguleg og ómöguleg tækifæri og setur á Facebook. Nú bregður svo við að ég hef mjög ákveðnar efasemdir.
Eins og áður var tekið fram þá voru myndirnar sem ég setti á tölvuskjáinn teknar af starfsmannapössum sem fólk átti að bera á sér. Þetta voru myndir sem fólkið lét taka af sér og vissi að væru til. Þá rúlluðu þær á þessum eina tölvuskjá í þessu eina starfsmannaherbergi.
Núna getur hver sem er tekið mynd af hverjum sem er frá hvaða sjónarhorni sem er, jafnvel án vitundar viðkomandi, og sett á netið þar sem allir komast í þær.
Nú er ég ekki að tala um neinar viðkvæmar aðstæður eins og t.d. þar sem fólk er hálfbert. Heldur bara aðstæður eins og t.d. með úfið hár, stírur í augunum og eitthvað svoleiðis. Og í sjálfu sér finnst mér ekkert slíkt þurfa að koma til.
Á viðkomandi ekki að hafa eitthvað um það að segja hvort tekin sé af honum mynd og hvort hún sé sett fyrir allra augu?
Nokkru seinna vorum við sameinuð öðrum (hin eilífa hagræðing) og bjó ég til nýjan skjávara. Nú brá svo við að uppátækið vakti litla lukku hjá nýju samherjunum. Rökin voru einhvern veginn á þá leið að það kærðu sig ekki allir um að hafa andlitið á sér blasterað á tölvuskjá. Þetta þóttu mér hin fáránlegustu rök; Þetta sama fólk blasteraði þessi sömu smetti framan í mig alveg reglulega án nokkurs tillits til minna tilfinninga. Og hana nú!
Eníveis. Skjávarinn var tekinn af, ég fór annað (í engum tengslum við þetta, samt) og árin liðu.
Eins og stundum vill fylgja tímanum þá breytist ýmislegt. Fyrst komu myndavélasímar, svo Snjáldurskinnan og nú snjallsímar.
Ungt fólk tekur myndir við öll möguleg og ómöguleg tækifæri og setur á Facebook. Nú bregður svo við að ég hef mjög ákveðnar efasemdir.
Eins og áður var tekið fram þá voru myndirnar sem ég setti á tölvuskjáinn teknar af starfsmannapössum sem fólk átti að bera á sér. Þetta voru myndir sem fólkið lét taka af sér og vissi að væru til. Þá rúlluðu þær á þessum eina tölvuskjá í þessu eina starfsmannaherbergi.
Núna getur hver sem er tekið mynd af hverjum sem er frá hvaða sjónarhorni sem er, jafnvel án vitundar viðkomandi, og sett á netið þar sem allir komast í þær.
Nú er ég ekki að tala um neinar viðkvæmar aðstæður eins og t.d. þar sem fólk er hálfbert. Heldur bara aðstæður eins og t.d. með úfið hár, stírur í augunum og eitthvað svoleiðis. Og í sjálfu sér finnst mér ekkert slíkt þurfa að koma til.
Á viðkomandi ekki að hafa eitthvað um það að segja hvort tekin sé af honum mynd og hvort hún sé sett fyrir allra augu?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli