Við fjölskyldan búum í Köldukinn í Þingeyjarsveit. Þetta er dreifbýli svo vegalengdir eru talsvert langar. Þess vegna var það talsverð gleði þegar strætó hóf reglulegar áætlanaferðir hér í sveitinni.
Það er auðvitað ekki allt fullkomið. Tímataflan er heldur leiðinleg, ég get t.d. ekki nýtt mér strætóinn til að komast í vinnu. Strætóinn er iðulega tómur en þetta eru stórir vagnar svo fyrirtækið er rekið með talsverðu tapi.
Það sem er hins vegar verst er ökulag sumra bílstjóranna.
Maðurinn minn fer með börnin okkar á hverjum morgni í leikskólann. Í morgun var strætóbílstjórinn næstum búinn að þvinga hann út af veginum þegar hann var á heimleið. (Börnin sem betur fer ekki í bílnum.) Strætóinn ekur á milli 90-100 km/kl. Maðurinn minn keyrir augljóslega ekki nógu hratt svo strætó fór fram úr. Það ætti í sjálfu sér að vera allt í lagi, það er nú ekki mikið umferðaröngþveiti hér í sveitinni. Nema hvað að bilstjórinn heldur að það sé nóg að frampartur vagnsins sé kominn fram úr fólksbílnum og þá geti hann byrjað að sveigja aftur inn á hægri vegarhelming. Það nægir ekki. Vagninn er talsvert langur. Þannig að strætó byrjar að hrekja manninn minn út af veginum og mátti litlu muna að illa færi.
Því miður er þetta ekki einangraður atburður, þetta gerist ítrekað.
Ég veit ekki hvort þetta sé alltaf sami bílstjórinn eða hvort þeir séu nokkrir en viljið þið í guðs bænum fara varlega.
Það er auðvitað ekki allt fullkomið. Tímataflan er heldur leiðinleg, ég get t.d. ekki nýtt mér strætóinn til að komast í vinnu. Strætóinn er iðulega tómur en þetta eru stórir vagnar svo fyrirtækið er rekið með talsverðu tapi.
Það sem er hins vegar verst er ökulag sumra bílstjóranna.
Maðurinn minn fer með börnin okkar á hverjum morgni í leikskólann. Í morgun var strætóbílstjórinn næstum búinn að þvinga hann út af veginum þegar hann var á heimleið. (Börnin sem betur fer ekki í bílnum.) Strætóinn ekur á milli 90-100 km/kl. Maðurinn minn keyrir augljóslega ekki nógu hratt svo strætó fór fram úr. Það ætti í sjálfu sér að vera allt í lagi, það er nú ekki mikið umferðaröngþveiti hér í sveitinni. Nema hvað að bilstjórinn heldur að það sé nóg að frampartur vagnsins sé kominn fram úr fólksbílnum og þá geti hann byrjað að sveigja aftur inn á hægri vegarhelming. Það nægir ekki. Vagninn er talsvert langur. Þannig að strætó byrjar að hrekja manninn minn út af veginum og mátti litlu muna að illa færi.
Því miður er þetta ekki einangraður atburður, þetta gerist ítrekað.
Ég veit ekki hvort þetta sé alltaf sami bílstjórinn eða hvort þeir séu nokkrir en viljið þið í guðs bænum fara varlega.
Gott fyrir alla að fara varlega. |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli