Samstaða efnir til fundar í Ljósvetningabúð í kvöld. Þar eiga að vera framsögur og málefnavinna. Þetta er vel gert og vert að þakka.
Það virðist ekki nást samkomulag um mótframboð svo Samstaða verður sjálfkjörin í vor og situr ein að völdum næstu fjögur árin.
Ef þið viljið hafa áhrif á stjórn sveitarfélagsins þá verðið þið að mæta í kvöld.
Þið fáið að vísu ekki að raða á listann en þið getið haft áhrif á málefnavinnuna.
Sérstaklega hvet ég foreldra barna í Þingeyjarskóla til að mæta.
PS:
Það má vera þversagnakennt að ég mæti ekki en ég er búin að reyna að leggja Samstöðu eins mikið lið og ég mögulega get.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli