miðvikudagur, apríl 09, 2014

Víkjandi vanhæfi

Ég er gift og ósköp sátt við það. Tengdapabbi minn átti fjóra bræður. Einn þeirra flutti til Reykjavíkur, gifti sig og eignaðist börn og svo barnabörn. Fyrir fjórum árum síðan flutti eitt þessara barnabarna til Þingeyjarsveitar og fékk viðskiptahugmynd. Sendi erindi til sveitarstjórnar. Þá var ég nýsest í sveitarstjórn og fannst eðlilegt að láta vita af þessum tengslum. Varð niðurstaðan sú að ég véki af fundi meðan erindið væri rætt.
Svona erum við nú ströng í Þingeyjarsveit.

Bara gagnvart sumum samt auðvitað, ekki öllum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...