Á síðustu dögum mínum sem sveitarstjórnarfulltrúi var alltaf talað um að þar sem sveitarstjórnarlögum hefði verið breytt þá væri dæmt um vanhæfi á þá leið að ef viðkomandi einstaklingur teldi sig vanhæfan ætti hann að benda á það en ef meirihluti væri ósammála þá væri hann ekki vanhæfur. Sennilega með tilliti til þessa:
Sveitarstjórnarmaður, nefndarfulltrúi eða starfsmaður sveitarfélags sem veit hæfi sitt eða annars orka tvímælis skal án tafar vekja athygli oddvita, formanns nefndar eða næsta yfirmanns á því.
Sveitarstjórn tekur ákvörðun um hæfi sveitarstjórnarmanns til meðferðar og afgreiðslu einstakra mála. Sveitarstjórnarmaður sem hlut á að máli má taka þátt í atkvæðagreiðslu um hæfi sitt. Nefnd tekur ákvörðun um hæfi nefndarmanns. Nefndarmaður sem hlut á að máli má taka þátt í atkvæðagreiðslu um hæfi sitt.
Rökin sem fylgdi þessari fullyrðingu voru þau að löggjafinn hefðu áttað sig á að vegna fámennis þá væri bara ekki hægt að krefjast þess af sumum sveitarfélögum að aðilar hefðu engin tengsl.
Það er ákveðinn punktur en mér fannst það alltaf frekar undarlegt að aðili ætti sjálfur að meta og benda á mögulegt vanhæfi sitt. Og eðli málsins samkvæmt heldur litlar líkur á að fulltrúi meirihlutans verði einhvern tíma vanhæfur fundinn. Hins vegar er ég stundum svo barnaleg að ég treysti mér reyndara fólki. Ég veit, ég veit...
Eftir að hafa skoðað lögin aftur tel ég að greinin sé heldur frjálslega túlkuð.
20. gr. Hæfi til þátttöku í meðferð og afgreiðslu einstakra mála.
Um hæfi sveitarstjórnarmanna, nefndarfulltrúa og starfsmanna
sveitarfélaga til þátttöku í meðferð eða afgreiðslu mála þar sem á, eða
til greina kemur, að taka stjórnvaldsákvörðun skv. 2. mgr. 1. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993,
gilda ákvæði stjórnsýslulaga sé ekki öðruvísi ákveðið í lögum þessum.
Viðkomandi telst þó aðeins vanhæfur sé hann eða hafi verið maki aðila,
skyldur eða mægður aðila í beinan legg eða að einum lið til hliðar eða
tengdur aðila með sama hætti vegna ættleiðingar, nema strangari regla sé
sett í samþykkt um stjórn og fundarsköp. Þá verður starfsmaður
sveitarfélags ekki vanhæfur vegna vanhæfis yfirmanns ef eðli máls eða
uppbygging stjórnkerfis sveitarfélagsins þykir ekki gefa tilefni til
slíks.
Í öðrum tilvikum en skv. 1. mgr. ber sveitarstjórnarmanni,
nefndarfulltrúa eða starfsmanni sveitarfélags að víkja sæti við meðferð
og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo
sérstaklega að almennt má ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju
leyti þar af. Þessi regla tekur einnig til gerðar samninga fyrir hönd
sveitarfélags.
Sveitarstjórnarmenn eru ekki vanhæfir þegar verið er að velja fulltrúa
til trúnaðarstarfa á vegum sveitarstjórnar eða ákveða þóknun fyrir slík
störf.
Sveitarstjórnarmenn eða nefndarmenn sem jafnframt eru starfsmenn
sveitarfélagsins og hafa sem slíkir átt þátt í að undirbúa eða taka
ákvörðun í tilteknu máli sem lagt er fyrir sveitarstjórn eða nefnd eru
alltaf* vanhæfir þegar sveitarstjórnin eða nefndin fjallar um málið.
Þetta á þó ekki við um framkvæmdastjóra.
Ákvæði 4. mgr. á ekki við þegar sveitarstjórn eða viðkomandi nefnd
fjallar um og afgreiðir ársreikninga, fjárhagsáætlanir,
skipulagsáætlanir og aðrar almennar áætlanir sveitarfélagsins, enda eigi
sveitarstjórnarmaður eða nefndarmaður ekki sérstakra og verulegra
hagsmuna að gæta umfram aðra við afgreiðslu viðkomandi málefnis.
Sveitarstjórnarmaður, nefndarfulltrúi eða starfsmaður sveitarfélags sem
veit hæfi sitt eða annars orka tvímælis skal án tafar vekja athygli
oddvita, formanns nefndar eða næsta yfirmanns á því.
Sveitarstjórn tekur ákvörðun um hæfi sveitarstjórnarmanns til meðferðar
og afgreiðslu einstakra mála. Sveitarstjórnarmaður sem hlut á að máli
má taka þátt í atkvæðagreiðslu um hæfi sitt. Nefnd tekur ákvörðun um
hæfi nefndarmanns. Nefndarmaður sem hlut á að máli má taka þátt í
atkvæðagreiðslu um hæfi sitt.
Sveitarstjórnarmaður eða nefndarmaður sem er vanhæfur til meðferðar
máls má ekki taka þátt í meðferð þess eða hafa áhrif á það með öðrum
hætti og skal ávallt yfirgefa fundarsal við meðferð þess og afgreiðslu.
*Ég uppástend að alltaf veiti ekki svigrúm fyrir mat sveitarstjórnar.








*Ég uppástend að alltaf veiti ekki svigrúm fyrir mat sveitarstjórnar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli