miðvikudagur, september 10, 2014

Markaðssetning kannabisefna

Magnús Stefánsson, betur þekktur sem Maggi Stef, hélt fyrirlestur í skólanum í dag. Fyrirlesturinn heitir „Satt eða logið um kannabis“ frá Marita í boði Landlæknisembættisins. 
Það var margt gott í fyrirlestrinum og hann var mjög fræðandi. En svo fór Magnús að tala um markaðssetningu kannabis. Þá birtust á skjánum hjá honum myndir af vörum með kannabisplöntunni og í bakgrunni voru myndir af fáklæddum stúlkum með kannabismerkið húðflúrað á sig, aðallega rassinn.
Magnús útskýrði myndbirtinguna svona: ,,Strákar hafa gaman að því að horfa á stelpur, sérstaklega í þessu formi“ glennulegu klámmyndaformi ,,og stelpur vilja líta svona út.“ 

Ein af myndunum. (Alla vega áþekk.)

Jahá. Í alvöru?
Ég er algjörlega sammála því að reynt sé að sporna við eiturlyfjaneyslu. En ekki á kostnað sjálfsmyndar stúlkna.
Skv. Magnúsi er markaðssetningu kannabisefna aðeins og eingöngu beint að ungum mönnum. Það er nú gott að henni er ekki beint að stúlkum. Eða eiga stúlkurnar kannski ekki peninga? Hvernig skyldi nú standa á því? Uppteknar af útlitinu, kannski, með lítið sem ekkert sjálfstraust?
Það er til fullt af myndum af mönnum með kannabis tattú. Hann birti enga svoleiðis mynd. Það er til fullt af karlkyns listamönnum sem styðja kannabisneyslu, margir mjög myndarlegir. Ekki ein einasta mynd af slíkum.
Þegar ég gúggla ,,marijuana marketing“ þá kemur ekki upp ein einasta glennumynd. Hvernig er sú fullyrðing rökstudd að kannabisefni séu „markaðssett“ svona?
Má ég vinsamlegast biðja um að Landlæknisembættið sé ekki að ýta undir átröskunarsjúkdóma og kvenfyrirlitningu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...