Er Whitney Houston þema í Idolinu næsta föstudag? Mér heyrist það á öllu svona ,,handan við vegginn." Ég er að reyna að vera afskaplega skilningsrík gagnvart hinni rísandi stjörnu (enda stelpa) en fékk samt nóg rúmlega eitt síðustu nótt þegar loop-ið var búið að vera á í þrjá tíma samfellt og barði í vegginn. Það hefur verið máttvana bank því ekkert breyttist. Ég má ekki við því að missa nætursvefninn ef barátta mín fyrir yfirtöku kvenna í heiminum á að halda dampi. Maður nær ekki að brjóta niður marga stráka yfir daginn ef þreytan nær yfirhöndinni.
Þar sem ég hef augljóslega fengið rangar upplýsingar um skólaeinkunn þá breytti ég væginu í excelnum hjá mér og bætti við nýjum fítus. Það er dálítið mismunandi hvernig þetta er. Yfirleitt eru kannski 3 skyndipróf sem hvert gildir 20, ein ritgerð 20%, sögugreiningar 10% og svo ástundun 10%. En núna er kominn nýr þáttur sem heitir Blóm og blúndur og gildir 60%. Ég er samt að velta því fyrir mér hvort það sé ekki of lítið. Breyti því í 90% á morgun.
mánudagur, febrúar 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Ef þú vilt mín ráð þá mæli ég með að þú hættir að stressa þig á því þó að einhver haldi því fram að grunnskólakennslu landsins sé ábótavant af því að einkunnir eru kynjaskiptar.
SvaraEyðaNema þú viljir meina að einkunnir stelpna eigi að vera hærri en stráka og það sé einfaldlega ekkert að því?
Makalaust alveg hvað þessi fjölskylda heldur að mér sé annt um lífsreynslu hennar og ráðleggingar.
SvaraEyðaMér þykir gaman þegar fólk sýnir því sem fólk sem ég þekki áhuga :D
SvaraEyðaEn svo ég ítreki nú spurninguna góðu, finnst þér að það eigi að reyna að gera eitthvað í því að stelpur eru að fá hærri meðaleinkunnir en strákar í grunnskóla?
Ef við getum látið liggja á milli hluta hvað allir halda um alla og reynt að fá þessa umræðu á aðeins hærra plan.
Varðandi idol-spurninguna þá er kvikmyndaþema í næsta ídoli, getur séð það hér
Ef það er ekki einhver kynbundin slagsíða í prófunum sem veldur því að stelpurnar fá hærri einkunnir, þá nei. Ef þær eru að fá hærri einkunnir af þeirri einföldu ástæðu að þær læri meira þá er það að sjálfsögðu bara sanngjarnt.
SvaraEyðaÉg hef hins vegar ekki séð neinar rannsóknir sem sýna fram á að stelpur séu að fá hærri einkunnir né heldur hve mikil sá munur er ef einhver. En ef við göngum að því sem vísu að stelpur séu að fá hærri einkunnir þá finnst mér eðlilegt að taka fleiri þætti inn í þá jöfnu. T.d. Er almennt alið meira á samviskusemi hjá telpum en drengjum? Er enn þá sá munur á uppeldi kynjanna að drengir hafa frjálsari hendur og frekar fyrirgefið að þeir séu ,,guttar"? Mega þeir vera ábyrgðarlausari lengur? Og ýmislegt fleira sem til mætti telja. Að ganga út frá því sem gefnu að þetta sé kennslukonum að kenna vegur beinlínis að starfsheiðri mínum og allra annarra kennslukvenna.
Ég er ekki ,,blúnda" í mér fyrir 5 aura. Ég þoli ekki eitthvað djö... dúlluógeð. Ég þoli ekki mjóróma, mjúkar raddir. Ég ætlast aldrei til þess að verkefnin mín séu lituð enda sjaldan myndir á þeim. Ég gef fyrir próf á þann hátt að ég gæti mín á því að ég viti ekki hver á prófið. Af þeirri einföldu ástæðu að ég vil ekki að það smiti einkunnagjöfina hjá mér, mér er það nefnilega ljóst að ég er bara mannleg. Skólaeinkunnin byggist á fyrirfram gefnum þáttum, skyndiprófum ritgerðum og slíku. Ef nemendur og/eða forráðamenn vilja fá rökstuðning fyrir einkunninni þá get ég sýnt það í excelnum. Og ég geri þetta svona af því að mér var kennt þetta svona. Svona er þetta gert í mínum skóla. Og ég vísa til fyrri færslu þar sem ég árétta að það sé talsvert jafnrétti í skólanum. Til að ljúka þessari langloku þá vil ég endurtaka það að sá nemandi í mínum bekk sem hefur hæstu meðaleinkunnina er drengur. Í fyrra tilnefndi ég tvo nemendur í hóp fyrir bráðger börn og það voru tveir drengir.
Sá einu sinni niðurstöður rannsóknar á kynbundnum einkunnamun. Þar voru stelpur með hærri meðaleinkunn en fleiri strákar voru að dúxa. Þ.e., það voru fleiri strákar með lægstu og hæstu einkunnirnar og fleiri stelpur með einkunnir þar á milli, kannski svona 5-8. Mér þykir leiðinlegt ef þú hefur móðgast á einhvern hátt vegna umræðu um mun á því hvernig komið er fram við stráka og stelpur í skólum en ég sé ekki að einn né neinn sé að vega að starfsheiðri eins né neins.
SvaraEyðaTakk fyrir mig.
Það er nákvæmlega þar sem vandinn liggur. Það er vegið að starfsheiðri fólk án þess að átta sig á því né sjá neitt athugavert við það. Svo þegar það eru gerðar athugasemdir við það þá er komið með persónulegar dylgjur í þá veru að viðkomandi sé farinn að stjórnast af tilfinningum eins ,,hörundsárindum" eða ,, hafi móðgast" en sé ekki lengur að ræða málið á málefnanlegum grunni. Svo ekki sé talað um hluti sem koma þessari umræðu ekkert við.
SvaraEyðaÉg sé engan tilgang með þessari umræðu lengur og er hætt henni hér með. Ég get alveg eins barið höfðinu í steininn.
Halló.. ég er búin að fylgjast með þessari ritdeilu síðan hún byrjaði (að ég held) og finnst hún mjög skemmtileg.
SvaraEyðaGrundvallarspurningin er "er eitthvað að því að stelpur fái hærri meðaleinkunn heldur en drengir?"
Ástæður fyrir þessari spurningu er einhver hugmynd um að skólarnir henta stelpum betur en strákum og þess vegna fari þeir halloka í þessum samanburði. Að skólin henti þeim verr.
Þetta er mjög áhugaverðar hugmyndir, en á tímabili þá leyst mér illa á hvert umræðurnar eru að fara.
En allavega. Þar sem ég hef smá þekkingu á þessu máli (samt ekki mikla) þá langar mig að blaðra um það.
Það er mjög undarlegt að segja að skólinn henti strákum verr. Rannsóknir hafa sýnt að þeir fá mun meiri athygli kennarans (að meðaltali) heldur en stúlkum. Það er svarað spurningum þeirra og þeir fá meiri stuðning hjá kennaranum.
En samt eru einkunnir þeirra lægri.. Er það vegna þess að kennarar hygla stelpum? Samræmd prófin útiloka þann mismun, er það ekki?
Eru strákar almennt heimskari en stelpur? Rannsóknir á greindarvísitölum finna ekki nein mun.
Er uppeldi stráka og stelpna ólíkt og gæti það stuðlað að mismunandi námsárangri? Þarna held ég að við séum komin að kjarna málsins. Rannsóknir hafa sýnt að við bregðumst ólíkt við börnum sem við teljum að séu strákar (henda þeim í loftið) eða stelpur (tölum við þær en látum þær liggja í vöggunni). Mismunandi skilaboð fá þau, mismunandi leikföng o.sfrv. Gæti það verið ástæðan? Eflaust er það ekki einhliða skýringin, en örugglega ein af þeim þáttum sem gæti skýrt þennan mun.
En ég verð að játa að ég hef ekki lesið þessar rannsóknir sem benda á þennan kynjamun. Er þetta áhyggjuefni?
Síðan er punkturinn hjá Ástu um að þetta séu meðaltöl og segir lítið um árangur einstakra nemenda. Og það er eitthvað sem við ættum að einbeita okkur að ná sem mestum árangri, ekki fyrir kynið í heild heldur einstaklingunum sem eru í námi.
Að sjálfsögðu eru strákar og stelpur mismunandi. Þess vegna pælir maður í hvort skólakerfið henti stelpum á einhvern hátt betur. Án þess að það þurfi endilega að vera neinum að kenna. En það er þó eitthvað sem ætti að taka til athugunar og reyna að grípa til aðgerða fyrir því.
SvaraEyðaStrákar eru oft með augljósari óþekkt held ég. Það eru meiri læti í þeim, þess vegna fá þeir auðvitað meiri athygli kennara (þá er ég að tala um meðalstrák og meðalstelpu og meðalkennara, ekki einstakt fólk). En ég held að það ætti að vera hægt að taka upp einhverja kennsluhætti sem láta bæði kyn koma jafn vel út á samræmdum prófum. En það er kannski bara ég.
Ásta, ég skil því miður ekki hvar er vegið að starfsheiðri einhvers fólks. Bið þó afsökunar ef ég hef gert það á einhvern hátt. Hér eru allir af vilja gerðir til að ræða málin á málefnalegan hátt. Ef þú vilt frekar vera að leika þér með steina þá er það bara þitt mál.
,,Leika þér með steina." Haltu endilega áfram að bæta í safn persónuárása. Ykkur er greinilega fyrirmunað að skilja muninn á málefnanlegri umræðu og persónugerðri umræðu.
SvaraEyðaÞessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
SvaraEyðaÞú sagðist sjálf alveg getað lamið höfðinu í stein eins og að tala við fólk Ásta. Ég sagði bara að ef þú vildir frekar gera það en að halda þessari umræðu almennilegri þá væri það þitt mál. Er það persónuárás?
SvaraEyðaEf þig langar til að halda þessari umræðu áfram þá mæli ég með að þú gerir það bara á þínu eigin bloggi.
SvaraEyða