fimmtudagur, júní 25, 2015

Nokkrir dagar í lífi bænda

Hér á Hálsi eru tveir bændur, Marteinn maðurinn minn og Hólmar bróðir hans.

Bændurnir Hólmar og Marteinn.

Almennt vinna þeir tólf tíma á sólarhring en núna á hábjargræðistímanum koma þeir varla inn í hús. Það er ekkert einsdæmi, flestir bændur þurfa að vinna svona. Það þarf að gefa tvisvar á dag (nema á sumrin) og mjólka tvisvar á dag. Alla daga, alltaf. Um helgar og jól og áramót.

Meistari og lærlingur, í haust.

Mjólkurbásinn.

Þar sem veturinn dvaldi lengi við hafa vorvekin dregist en það þarf að gera túnin klár. Sum þarf að plægja, sá grasi og valta, önnur þarf bara að slóðadraga og bera á. Það þarf sem sagt að fara yfir túnin aftur og aftur og aftur....

Hluti af túnunum á Hálsi.
"Best að tengja þetta."
Sprungið dekk. Ekki gott.
Til þess þurfa græjurnar að vera í lagi og virka.
Svo þarf auðvitað bara að setjast upp í dráttarvélina og keyra af stað. Og keyra allan daginn langt fram á kvöld og jafnvel nótt.



Hólmar að valta.

Í gær kom loksins nautabíllinn eftir að verkfalli dýralækna lauk. Ég ákvað að taka ekki myndir af því. En óneitanlega rýmkaði um greyin eftir að sumir voru farnir. Þetta eru stórar skepnur og ekki gott að fá þær á sig. Bændurnir voru að fara að loka stíunni þegar einn vildi ekki lengur flytja.


"Svona, karlinn. Þetta er allt í lagi."

Við erum með fimm heimaalninga á bænum. Ein ærin drapst, þó ekki af undarlega sjúkdómnum, sem var þrílembd. Önnur ær mjólkar ekki svo hennar tvö fá líka aukamjólk. Hún passar upp á liðið.

Hólmar að gefa heimaalningunum. Eitt var í stroki þennan morgun.

Hólmar hinn barngóði gefur kálfunum líka. Hann er einhleypur, stelpur.

Svo þarf að laga allar girðingar svo það sé hægt að hleypa fénu upp á fjall og kvígunum út á tún.

"Af hverju eltir konan mig svona á röndum?"
Einhvern tíma var viðtal við gamlan bónda sem sagði að stígvél hefðu markað mestu framfarirnar í landbúnaði. Ætli GSM síminn sé samt ekki uppáhalds uppfinning bænda.

Reyna að halda þeim á sínum stað.

Gvendur í Garði hjálpar í fjósi þegar á þarf.

Þá á að hleypa þeim á fjall.

Já, það þarf að hlaupa líka.
Komnar upp í heimalönd.
"Ætlarðu þá að hleypa okkur út á tún núna?"

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...