Nokkur orð um femínisma


Í gær rakst ég á myndband sem heitir Girl destroys feminism in 3 minutes! Myndbandið er, undarlegt nokk, að finna á síðunni Only for Men. Fólk getur kynnt sér síðuna. Þá vekur það athygli mína að málflytjandi er kynnt sem "girl" en ekki einstaklingurinn  Lauren Southern. 

Lauren Southern þarf ekki að vera femínisti mín vegna. Mér finnst verra að hún skuli fara rangt með máli sínu til stuðings. Jenna Christian rekur það ágætlega í spistli sínum A Reply to Lauren Southern.

Það sem mig langar að koma inn á er sú furðurlega krafa að konur eigi að berjast fyrir réttindum allra annarra líka. Helst fyrst. 
Vinsamlegast hafið þann fyrirvara að ég er ekki talsmaður allra femínista heimsins. Nei, við erum ekki í einni allsherjar sellu sem sendir reglulega út tilskipanir.

Lauren Southern skilur ekkert í því að femínistar beiti sér ekki fyrir réttindum karla.
Ábyrgir feður skildu  ekkert í því á sínum tíma að femínistar skyldu ekki beita sér fyrir réttindum forsjárlausra feðra.
Einhverjir skildu ekkert í því að femínistar skyldu ekki mótmæla hvataferð vopnaframleiðenda.
Gúglið bara "Hvar eru femínistar núna?" Af nóg er að taka.

Orðið femínisti kemur af orðinu femin sem merkir kona.  Femínistar vilja vinna að jöfnum rétti kvenna gagnvart körlum í heiminum. Við erum að berjast fyrir hálfu mannkyninu.* Er það ekki nóg?
Nei, það er ekki nóg af því að konur eru skv. mýtunni umönnunaraðilar og eiga fyrst að hugsa um alla aðra og svo sig. Þess vegna er svo mikilvægt að femínistar taki tillit til þarfa allra annarra, sérstaklega karla, áður en hugað er að réttindum og þörfum kvenna. 
Ég er orðin alveg rosalega leið á þessu.
Er þessi krafa gerð til annarra hópa? Voru samtök LGBT fólks spurð að því hvort þau mótmæltu hvataferð vopnaframleiðenda? Af hverju ekki?
Eru ábyrgir feður að beita sér fyrir réttindum kvenna? Af hverju ekki?

Af því það er eðlilegt að allir aðrir hópar einbeiti sér að sínum réttindum. Réttindi kvenna hins vegar mega sitja á hakanum.




* Reyndar tel ég að aukin réttindi kvenna komi körlum mjög vel og minnki ósanngjarnar kyngerviskröfur sem eru svo sannarlega gerðar til þeirra líka.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir