Ég var spurð að því í dag, í góðu og skemmtilegu spjalli, hvort ég teldi að meirihluti sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar gerði ekkert gott. Ég sagði viðmælanda mínum og langar að nú að segja opinberlega að ég tel svo alls ekki vera. Þessi sveitarstjórn hefur nefnilega gert margt gott;
Núna eru að koma tekjur af Þeistareykjum sem var ekki sjálfgefið. Að öðrum ólöstuðum þá veit ég að Arnór hefur unnið mikið og gott starf varðandi það og á þakkir skildar.
Það er loksins komin af stað uppbygging við Goðafoss sem var orðin aðkallandi. Það hafðist og er þakkarvert.
Umhverfisvæn sorphirða er að hefjast sem er ábyrgðarhluti á þessari einu jörð sem við eigum.
Það sem truflar mig á stundum er hvernig hlutirnir eru gerðir.
Það var löngu orðið tímabært að sameina skóla, við vitum það öll. Þessi meirihluti tók loksins af skarið og er það vel. Hins vegar var aðferðafræðin við sameininguna og framkoman við fólk
hræðileg. Sérstaklega sú einfalda staðreynd að það var engin sameining, annar skólinn var bara lagður niður.
hræðileg. Sérstaklega sú einfalda staðreynd að það var engin sameining, annar skólinn var bara lagður niður.
Nú er verið að ljósleiðaravæða sveitarfélagið og gengur vel. Auðvitað hefur heppni spilað inn í og góðar tímasetningar en sveitarfélagið hefur náð mjög góðum samningum og styrkjum. Það er hreint út sagt mjög vel að verki staðið og eiga þau hrós skilið fyrir það. En svo er ekki hægt að leyfa íbúunum að njóta þessara góðu samninga.
Það er þetta klúður á lokametrunum sem truflar mig. Svakaleg fínt samspil eða sóló og stundum hraðaupphlaup og svo er skotið í stöngina. Þetta er beinlínis grátlegt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli