Prelude

Eins og útsvargreiðendum í Þingeyjarsveit ætti að vera orðið ljóst þá gerði sveitarstjórnin allmerkilegan starfslokasamning við fv. skólastjóra Þingeyjarsskóla sem tók gildi í fyrra. Samningurinn hafði í för með sér að viðkomandi var á tvöföldum launum hjá okkur útsvarsgreiðendum í heilt ár. Gleður sig allt gott fólk við þá staðreynd á meðan það borgar reikninginn frá Tengi.

Árið 2013 vildi meirihluti sveitarstjórnar endilega gefa öllum kennurum Þingeyjarskóla eina kennslustund í kennsluafslátt og skólastjórnendum enn fleiri því það var svo ægilega erfitt að vinna við sameinaðan skóla. Kom þá upp úr dúrnum að sveitarstjórnin gat það ekki þar sem hún ásamt öðrum sveitarstjórnum landsins hefur afhent samningsumboð til kjarasamninga til Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nú velti ég því fyrir mér hvort svona starfslokasamningar, sem virðast almennt gerðir við skólastjórnendur, standist þetta afsalaða samningsumboð. Starfslokagreiðslur hljóta að falla undir kjör skólastjórnenda og þá ætti sambandið að vera samningsaðilinn.

Annars er ég bara að drepa tímann að meðan ég bíð eftir svari frá formanni og lögfræðingi FG um auglýsingaskyldu starfa. Tekur lygilega langan tíma að svara erindinu.





Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir