Vinfengisógn

Af engri sérstakri ástæðu var ég að skoða siðareglur starfgreina sem hafa með fjármuni fólks og fyrirtækja að gera.
Í siðareglum endurskoðenda fann ég þessa klausu:

Vinfengisógnun - getur skapast þegar endurskoðandi hefur átt í löngu og nánu sambandi við viðskiptavin eða vinnuveitanda. Endurskoðandi hefur því of mikla samúð með hagsmunum hans eða gagnvart viðtöku verkefna frá honum.

Vinfengisógnun er skemmtilegt og lýsandi orð og lýsir ákveðinni hættu sem getur skapast þegar tengsl aðila fara út fyrir hið viðskiptalega samband. Mörk vináttunnar og hinna viðskiptalegu tengsla geta orðið ansi óljós. 
Í slíkum tilfellum hlýtur viðkomandi að verða að velja annað hvort. Það hlýtur að vera hin siðferðislega rétta afstaða.



Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir