Síðastliðinn fimmtudag héldu eigendur Hálsbús ehf. fund. Þar setti ónefndur eigandi (ekki Marteinn) fram þá hugmynd að allt hér yrði selt í einum pakka, m.a. húsið okkar. Einhverra hluta vegna virtist ekki vera hægt að ræða neina aðra möguleika. Kom þetta okkur heldur á óvart.
Marteinn svaraði þessu engu og gaf heldur lítið fyrir. Áttum við að fá hálfan mánuð til að velta þessu fyrir okkur. Í dag liggur fyrir af hverju þessi hugmynd kom fram.
Mig langar þá að gefa hér opinbert svar við þessari hugmynd:
Vissulega er búið söluvænlegra þegar fína húsið okkar og ferðaþjónustan sem við höfum byggt upp fylgir pakkanum. En þar sem báðir meðeigendurnir neituðu sífelldlega að ljá okkur stærri lóð svo húsið okkar yrði söluvænlegra eða við gætum byggt upp ferðaþjónustu til að sjá fyrir okkur þá höfum við nákvæmlega engan áhuga á að gera þeirra hluti söluvænlegri og verðmeiri.
Við viljum ekki selja húsið okkar. Við viljum vera hér. Ef einhver vill kaupa þetta hús þá er algjört lágmark að það tilboð sé ekki undir kostnaðarverði. Hvað þá langt undir kostnaðarverði😡 Og kannski sýna þá lágmarkskurteisi að tala við okkur um það en ekki einhvern annan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli