fimmtudagur, nóvember 01, 2018

Yfirlýsing


Að gefnu tilefni viljum við, hjónin á Hálsi, taka eftirfarandi fram:
Hús okkar, stundum nefnt Villa Nova, er ekki til sölu. Það er ekki hluti af einhverju pakkatilboði annarra til að selja Hálsbú ehf.
Við höfum ekki veitt neinum umboð til að sjá um sölu fasteignar okkar né beðið um að slíkur möguleiki sé kannaður. Sé einhver að ráðslaga með sölu fasteignar okkar þá ber að varast viðkomandi, hann fer með svikum.
Vilji einhver endilega gera okkur tilboð er lágmarkskurteisi að athuga um áhuga okkar á slíku.
Að öðru leyti frábiðjum við okkur öll tilboð.  Alveg sérstaklega óumbeðin „tilboð“ upp á meðgjöf með fasteigninni.

Marteinn Gunnarsson
Ásta Svavarsdóttir.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli