Árið 1922 keyptu hjónin Marteinn Sigurðsson frá Hrafnsstöðum og Aðalbjörg
Jakobsdóttir frá Skriðulandi landið sem við búum nú á, Háls í Kinn.
Marteinn og Aðalbjörg |
Sigurður og Aðaljörg eignuðust 5 syni; Helga, Sigurð, Jakob, Gunnar og Hrólf.
Aðalbjörg lést því miður langt fyrir aldur fram 1953, rétt tæplega 58 ára
gömul. Marteinn hins vegar náði 95 ára aldri og lést 1986.
Þessi mynd er í sérstöku uppáhaldi. Sjáið hendina. |
Eins og gefur að skilja kynntist ég þessu fólki aldrei en litla stúlkan
okkar Marteins er jörðuð hjá þeim. Mér
finnst gott að hugsa til þess að þau gæti hennar.
Sigurður kynntist Helgu, stúlkunni á næsta bæ, Garðshorni. Þau byggðu sér
hús úr landi Garðshorns sem þau nefndu Kvíaból. Landið hefur verið sameinað
aftur undir nafni Kvíabóls. Sonur Sigurðar rekur þar nú ásamt fjölskyldu sinni myndarbú eins og þekkt er.
Jakob fékk hlut móður sinnar í Skriðulandi og bjó þar frá 1950-1952 er hann
flutti alfarinn til Reykjavíkur ogt eignaðist þar börn og buru.
Þegar Aðalbjörg lést stofnuðu Marteinn og synir hans er heima sátu, Helgi,
Gunnar og Hrólfur með sér félagsbú utan um Háls.
Um 1960 kom ung kona frá Rauðá sem ráðskona í Háls. Hún hét Þórhildur
Vilhjálmsdóttir, kölluð Tóta. Tóta féll fyrir Gunnari og eignuðust þau með tíð
og tíma fimm börn. Er Marteinn, maðurinn minn, þeirra elstur.
Helgi og Hrólfur |
Gunnar Marteinsson x2 |
Árið 1994 útbjó Hrólfur erfðaskrá þar sem arfleiddi börn Gunnars að öllum
sínum eigum eftir sinn dag. 2005 var gengið svo frá málum að yngri kynslóðin
tók við Hálsi. Ekki öll reyndar því tvö vildu ekki vera með heldur: „..þau börn
Gunnars sem vildu hafa lifibrauð sitt af búskap á Hálsi.“
Árið 2006 kynnumst við Marteinn. Ég var svo heppin að ná að kynnast Tótu tengdamóður minni og þeim Helga og Hrólfi.
Tóta. Mjög sterkur ættarsvipur. |
Árið 2012 var guð okkur aftur góður og gaf okkur annan dreng. Hann er
mikill bóndi í sér og alveg sérstaklega hrifinn af kindunum.
Hér er gott að ala upp börn, fjarri ys og þys þéttbýlisins. Ég veit ekki
hvort þeir vilja verða bændur en hér eru rætur þeirra. Þeim líður vel í skólanum sínum og eiga þar vini. Kannski vilja þeir gera
eitthvað annað er þeir eldast en ég vona að þeir fái að alast hér upp, fái að
halda rótum sínum og bæti vonandi við blómum er fram líða stundir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli