Í byrjun október 2017 byrjuðum við hjónin að leigja út herbergi í húsinu okkar á airbnb í heimagistingu. Vinkona Þess-sem-ekki-má-nefna, bókarafrúin, hafði líka sagt að við yrðum bara að gera eitthvað sjálf fyrst samstarfið við hann gengi ekki. Stofnun gistiheimilisins snerist nefnilega um það að okkur vantar meiri tekjur. Það má nefna að við lifðum á yfirdrætti mestallt árið 2017 því við leyfðum okkur að fara með börnin í Legoland um sumarið, fyrstu utanlandsferð fjölskyldunnar. Þegar við bókuðum ferðina þá vissum við ekki betur en að tekjur heimilisins væru að aukast og hagur okkar að vænkast. Að hafa ókunnugt fólk inni á heimilinu er engin óskastaða þótt þetta gangi mjög vel.
Í eitt skiptið kemur gestur til Marteins í fjósið og talar við hann. Á útleiðinni hittir hann Þann-sem-ekki-má-nefna sem segir honum að hann megi ekki vera í fjósinu án leyfis frá honum. Ef hann slasast þá geti búið orðið gjaldþrota. Hann veit samt fullvel að búið hefur ábyrgðartryggingu. Það höfum við hjónin líka. Þá voru gestirnir í gistihúsinu alltaf velkomnir í fjósið. Hvað getur manninum gengið til annað en að eyðileggja fyrir okkur?
Skömmu seinna kom systir þeirra A. í heimsókn. Sá-sem-ekki-má-nefna sagði henni, heldur rogginn, að hann hefði rekið gest frá Marteini úr fjósinu. Marteinn hafði nefnilega ekki beðið hann um leyfi!
29. okt. 2017 var hjá okkur ungt fólk sem langaði að fara í fjósið og jafnvel fá að gera eitthvað smávægilegt. Við hummuðum það fram af okkur því við þorum ekki að leyfa fólki að sjá fjósið. Við gætum rekist á hann og hann orðið brjálaður. Þetta var vandræðalegt augnablik og gestirnir skynjuðu það vel.
H. virtist greinilega ekki átta sig á að Marteinn á alveg jafnmikið og hann í Hálsbúi. H. virðist standa í þeirri meiningu að Marteinn sé vinnumaður hjá honum og ég ókeypis matselja og ræstitæknir. Nema hvað að við borguðum með okkur.
Það er því miður orðið alveg ljóst að við megum ekki njóta góðs af neinu. Hann lætur eins og Marteinn sé allsendis óskyldur öllum á Hálsi og eigi ekki tilkall til neins.
Næst: Önnur eignaskipti.
Það er því miður orðið alveg ljóst að við megum ekki njóta góðs af neinu. Hann lætur eins og Marteinn sé allsendis óskyldur öllum á Hálsi og eigi ekki tilkall til neins.
Hvar er gleði þín?
Farðu og finndu gleði þína.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli