miðvikudagur, mars 13, 2019

Systir mín

Eldri systir mín kom í heimsókn í september 2017 og talaði við H. fyrir okkur. Önnur tilraun okkar til að ná einhverri lendingu. Hann segir henni að hann sé búinn að leigja út húsið frá og með næsta vori í langtímaleigu. Þegar hún spyr hvort hann hafi efni á að afsala sér helmingnum af airbnb leigutekjunum segir hann að hann fái jafnmikið svona.

(Í október fullyrti hann að hann hefði aldrei sagst hafa leigt út húsið. Samt mættu tilvonandi leigjendur fyrir jól að skoða húsið og flutti inn um vorið. Fullkomlega eðlilegt að bera lygar upp a fólk.)
Hann fullyrti líka við systur mína að við hefðum “tekið okkur” peninga frá búinu sumarið 2016. Væntanlega er hann þar að vísa í eins mánaða 50 þús. króna launahækkunina sem hann stakk upp á. Við höfum aldrei tekið okkur eitt eða neitt frá Hálsbúi. Enn ein lygin.
Þarna fáum við hjónin nóg og höfum samband við lögfræðing.


Ég skal alveg viðurkenna að á þessum tímapunkti fór mig að gruna að hann hefði gert sér far um að vera á móti öllu og erfiður með allt samstarf til þess að eyðileggja fyrir gistiheimilisrekstrinum svo hann gæti leigt húsið út sjálfur og setið einn að ágóðanum. Þess vegna vildi hann auðvitað ekki gera leigusamning við ferðaþjónustufyrirtækið um húsið.
Hvað annað getur útskýrt þetta langlundargeð hans fyrir leiðindum? Honum finnst fullkomlega eðlilegt að hann fái allt upp í hendurnar, ef ekki ókeypis þá mjög ódýrt. Hins vegar virðist hann þola það mjög illa að við njótum góðs af einhverju og reynir að koma í veg fyrir það ef hann getur.




Hamingjan felst ekki í því að gera aðra óhamingjusama.





Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...