fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Það gleður mig að frétta að það skuli engir aðrir sjá kossakúna en ég.(Vekur að vísu aðrar áhyggjur en ég ætla ekki að deila þeim með alþjóð.They're coming to take me away, aha...) Í öðru lagi þá skil ég ekki hvað fólk hefur á móti útliti síðunnar en þar sem ég sé ekki það sama og aðrir þá er það kannski ekki alveg að marka.
Þessar snaróðu hormónabombur sem ganga undir dulnefninu unglingar eru að fara á ball í kvöld. Glætan að það hafi verið hægt að hugsa um námið. Alltaf þegar ég held að ég sé bara að verða hel... góð þá bresta á einhver skaðræðis læti. Þurfti að hvessa mig og vera vond við þau. Eins og mér finnst nú leiðinlegt að vera vond við fólk, alltaf svo skapgóð og yndisleg.
Sá í Fréttablaðinu að það átti að banna bossann á George Clooney. Það er í góðu lagi að flagga beru kvenfólki grimmt og galið en þegar það er karlmannskjöt þá gilda einhverjar aðrar reglur. Gott dæmi um tvískinnunginn sem er enn við lýði.
Í einhverjum kjaftaþætti um daginn, gott ef ekki silfrinu, þá var talað um Bigga Ármanns sem miðaldra. Ég er búin að vera svo sjokkeruð að ég hef bara ekki náð mér fyrr en nú. Ég var nefnilega í skóla með honum á sínum tíma. Mér finnst nógu hræðilegt að vera komin með hvít hár langt fyrir aldur fram þótt ekki sé verið að ljúga upp á mig miðöldrun líka. Sem ýtir bara undir minn versta ótta; ég hef alveg skelfilegar áhyggjur af því að ég fái harmoníku-efri vör. Skilst að reykingakonur fái þennan ófögnuð og sumir ónefndir sprungu á limminu í fyrra. Komin á hræðilegan ellibömmer. Verð að fara og fá mér nammi.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli