Sá í kynningunni að Sjálfstæðum Íslendingum fólk vera að dansa og slengja til höndum og ætlaði þ.a.l. að athuga hvort ég þekkti einhvern vera að gera sig að fífli í sjónvarpinu. En þá byrjaði Gunnar að tala og þegar hann tilkynnti að það erfiðasta við að skrifa ræðu væri að vita hvað Guð væri að hugsa þennan daginn þá fékk ég alveg nóg og stillti yfir á Will&Grace. Gunnari finnst það sem sagt alveg fullkomlega sjálfsagt og eðlilegt að hann sé með beintengingu í hugsanir Guðs. Þetta er hámark hrokans.
Við Guð sömdum um vopnahlé fyrir 16 árum. Ég reyni ekki að fullvissa fólk um ekkitilveru hans og hann lýstur mig ekki með eldingu í hvert skipti sem ég stíg fæti út fyrir dyr. (Ég er sem sagt með mjög virkan just-in-case faktor þótt ég telji mig trúleysingja.) Þannig að þótt ég þekki Guð ekki alveg og sé ekki með beintengingu í hugsanir hans (frekar en nokkur annar) þá tel ég það alveg öruggt að hann sé ekki forpokaður smáborgari. Það má vera að hann hafi verið það í Gyðingalandi í den tid en svo sá hann að mannkynið hafði þroskast pínulítið og sendi Jesú niður til að sýna okkur og segja hvernig við ættum að haga okkur. Við vorum sumsé orðin fær um að læra, þurfti ekki lengur að berja okkur áfram. Jesús boðaði náungakærleik og umburðarlyndi þannig að við sem teljum okkur kristin förum eftir Nýja-Testamentinu ekki því gamla. Þoli það alveg gjörsamlega ekki þegar það er verið að boða hatur og fordóma í nafni Jesú Krists. Það er argandi þversögn í sjálfu sér.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir