þriðjudagur, desember 17, 2002

Sumir dagar eru tvímælalaust erfiðari en aðrir.
Þar sem prófin eru búin en skólinn ekki þarf auðvitað að hafa ofan af fyrir börnunum. Svo við fórum í Skautahöllina þar sem ég álappaðist til að reima á mig skauta. Orðatiltækið belja á svelli came to life og læt ég það duga um þá frammistöðu.

Þá var mér bent á það skýrt og skorinort að ég er víst mjög erfið í umgengni. Það stendur til að setja lítið borð og stól út í horn á kennarastofunni fyrir mig. Þá get ég átt mitt eigið sæti og þarf ekki að reka annað fólk upp frá borðum með frekju og yfirgangi. Ég geri fastlega ráð fyrir að borðið mitt verði nógu langt í burtu til að ég nái ekki að móðga einn eða neinn með hnitmiðuðum skotum mínum. Mér var nefnilega líka sagt að ég yrði að vera blíðari á manninn. Ég er sár.

Og til að kóróna allt saman þá á ég að skila einkunnum af mér á morgun svo ég verð greinilega við vinnu í alla nótt.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...