sunnudagur, júlí 18, 2004

Búin að taka tilskilin skammt af Baldrian-B náttúrusvefnlyfi og er að sötra Sleapy-time te. Þá er bara að vona að ég sofni.

Nágranni minn sat fyrir mér áðan, sá mig koma á eðalvagninum. Ástæðan var hvort mætti færa barnarúmið sem var troðið inn á mig hér um árið til að örva eggjastokkana. ,,Rúmið sem bíður" sagði hún og svo hlógum við báðar.
Svo kommenteraði hún á hvað kerran væri flott og að hún væri í ,,ástarlitunum" og allt. Þá fattaði ég fyrst að ég hafði ekkert reynt að veiða á vagninn og þarf auðvitað að reyna það við tækifæri. Hitt er annað mál að karl faðir minn var alveg sannfærður um að ég myndi mokveiða á Plymouth-inn hér um árið þegar ég var nú bæði yngri og léttari en það gekk ekki eftir. Ég dálítið hissa á því, plimminn var alveg þrusukerra. Ætli að það geti verið ég.....????

2 ummæli:

  1. Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

    SvaraEyða
  2. það virkaði bara alveg ágætlega. Mér tókst alla vega að sofa í nótt:)

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...