Það verður að segjast eins og er að Leonard Cohen er heldur niðurdrepandi. Mig minnir að ég og Gummi höfum hlustað mikið á hann á menntaskólaárunum. En þá var auðvitað smart að vera þunglyndur og sötra rauðvín.
Talandi um menntaskólaárin þá sé að Guðni rektor er fallinn frá. Það þykir mér afar leitt. Pabbi var í MR á sínum tíma og sagði mér margar sögur af Guðna, hann var líka hálfgert legend í íslensku samfélagi. (Mig vantar íslenskt orð yfir legend. Guðni yrði ekki ánægður með mig núna.) Þegar ég sjálf var svo í MR og fór í 6.A, flugfreyjubekkinn, þá kenndi Guðni mér. Ég safnaði öll menntaskólaárin Gullkornum og gáfulegum kommentum sem ég ljósritaði svo og dreifði. En þetta árið dugði enginn bæklingur því Guðna þáttur Guðmundssonar var mjög viðamikill svo þetta endaði í ágætri bók. Ég var ægilega spennt að komast í orðaskak við Guðna og reyna mig við meistarann. Hann hafði greinilega lent í svona liði áður og passaði upp á að hleypa mér ekki neitt. Einhverju eftir útskrift þegar ég var að baksa í lagadeildinni þá hitti ég Guðna á förnum vegi og hann spurði mig hvað ég væri að stúdera og ég sagði honum það. ,,Mikið hlýtur yður að leiðast" sagði hann þá. Hann þekkti mig greinilega betur en ég hélt.
miðvikudagur, júlí 14, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...
kennaraleit? hér er einn!
SvaraEyðaskemmtileg síða hjá þér, annars :-)