Æi, helgin búin. Eins og ég er hrifin af helgunum. Búin að hafa það voða notalegt, komin á bólakaf í þessa. Ákvað að lesa meira eftir manninn þar sem Da Vinci code var bara skrambi góð. Ekki kannski sakamálaplottið sem slíkt heldur allar vísanirnar. Ef þetta er rétt sem maðurinn heldur fram þá er ég gjörsamlega brjáluð út í kirkjuna. Hef bara ekki lesið mér nógu mikið til til að staðfesta þetta hjá honum.

Fann loksins Mississippi Burning í DVD discount kassanum hjá Elko. Heitir reyndar Mississippi í flamer en alveg sama myndin þrátt fyrir það. Bara búin að leita að henni í eitt ár núna. Er að hugsa um að láta 9. bekkinn horfa á hana í ensku. 8. bekkur á Forrest Gump en ég veit ekki hvað ég á að láta 10. bekkinn horfa á. Mér dettur eithhvað í hug.

Þegar við systur vorum að gramsa í útsölukössunum hjá Elko kom einhver maður og var að gramsa líka og spjalla. Ég var voða kurteis og var svo eitthvað að fíflast við litlu systir að hann væri bara lonely heart greyið. Þá segir hún þar sem við erum að ganga út með nokkrar myndir í poka: ,,Já, gæti maður verið meira lonely heart en þetta. Hér erum við að ganga út með DVD myndir og ætlum að panta pizzu og kók í kvöld af því að það er föstudagur og glápa á kassann." Mér persónulega hefur alltaf fundist föstudagskvöldin frekar hugguleg en henni tókst eiginlega að eyðileggja þetta fyrir mér núna. Snuff.. Ég er ekkert lonely heart! I'm not! I'm not!

Ummæli

  1. Mér finnast föstudagskvöldin mjög notarleg líka. Ég var bara að tala um það að við værum steríótýpa af lonely-heart þótt VIÐ séum það af sjálfsögðu ekki. Lonely-hearts það er að segja, við þurfum bara hvorki karlmenn né áfengi til að eyða tíma í nákvæmlega ekki neitt, við erum svo sjálfbjarga.

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir