laugardagur, desember 11, 2004

Jóla, jóla

Var örmagna úr þreytu í gær enda að vinna bæði miðvikudags- og fimmtudagskvöld. Ætlaði að leggja mig í gærdag en gat ekki sofnað og sofnaði ekki í neitt fyrr en seint og um síðir. Gat samt ekki sofið langt fram eftir degi. Fúlt.
Núna um helgina ætla ég að skrifa upp helgileik og búa til spurningar á ensku úr Forrest Gump og Mississippi Burning. Eða taka til fyrir jólin og setja upp jólaskraut. Í staðinn fyrir þetta rambaði ég út um allan bæ í dag í leit að bíl. Já, ég er að hugsa um að yngja upp bílaeignina. Bíllinn minn verður lögráða um áramótin. Fann engan bíl sem mig langaði í svo ég keypti bara Blindsker. Það var fínt. Vil samt endilega að músík myndböndin hans Bubba verði gefin út á disk.Langar að sukka í fortíðarþrá. Ekki fortíðarljóma, ojojoj.
Gerði heiðarlega tilraun til að fara í Hagkaup en þar sem mér leiðist mannfjöldi og og umferðastappa á bílastæðum þá keyrði ég bara fram hjá.
Langar líka í breiðtjaldssjónvarp.Svo auðvelt að fa neyslulán núna og velta þjóðarskútunni. Gallinn er bara að það er allt í lagi með sjónvarpið mitt. Það er að vísu árgerð '81 en það er alveg sama. Það er allt í lagi með það og engin ástæða til að kaupa nýtt.
Þetta er nú meiri blabla færslan.

1 ummæli:

  1. Engu sérstöku í sjálfu sér, bara finna einhverja kynslóðasamkennd. Var að kynna krakkana fyrir Leadbelly og Robert Johnson sem var sagt að hefði selt djöflinum sál sína á krossgötum. Þá mundi einhver eftir Crossroads sem Ralph Macchio lék í. Fór þá að hugsa um Karate Kid og fór að vafra í leit að Ralph og hvar hann væri í dag og rakst þá á þessa. Mundi þá eftir þegar ég fór með ,,genginu" í bíó að sjá hana í denn og bara svona hugleiðingar einhverjar.

    SvaraEyða

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...