sunnudagur, júlí 25, 2004

Ég varð innlyksa hjá múttu og köttunum um helgina sem var svo sem ósköp ljúft. Það er voða notalegt að kúra með kisu. Nema náttúrulega þegar maður vaknar um morguninn með andnauð af því að maður er með kattaofnæmi eins og ég. Það er ekki alveg jafn notalegt. Ég held ég hafi over-dosað af ofnæmislyfjum. Ég veit ég tók eina klukkan sex í morgun þegar ég vaknaði í andþrengslunum en ég hreinlega man ekki hvort ég tók aðra þegar ég vaknaði svo seinna um morguninn. Hef svo sem ekki fundið fyrir neinum hjartsláttatruflunum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...