Ég hef verið að bæta við tenglana. Ef einhver er undrandi á að hafa verið veittur þessi ómetanlegi heiður þá hef ég nokkra hluti til hliðsjónar. Viðkomandi er kennari, kattaeigandi, skáld eða bara einfaldlega skemmtileg(ur). Viðkomandi bloggari þarf samt alltaf að vera skemmtilegur. Ég nenni ekki að lesa leiðinlegt blogg. Sem leiðir mig beint að þeirri spurningu af hverju í ósköpunum sumt fólk hangir á bloggi sem því finnst leiðinlegt og skilur eftir skítakomment? Ég fatta það dæmi bara alls ekki. Ef mér finnst einhver leiðinlegur þá hætti ég að lesa bloggið. Fólk má alveg vera leiðinlegt í friði fyrir mér.

Ég tengdi líka á gamla vinabæinn minn Raufarhöfn. Ég fór í það í verkfallinu að gera upp og sætta mig við fortíðina og er myndasafnið hluti af því. Fór að grafa upp gamlar myndir og skanna inn og setja í albúm. Ekki það að það sé neitt heavy og erfitt í fortíðinni, maður þarf bara stundum að skoða hlutina úr fjarlægð.

Ummæli

  1. Hæ.
    Tók eftir því að þú settir link á mig og verð að segja að mér þótti það bara talsverður heiður. Eftir að hafa lesið ummælin hér að ofan þá verð ég að segja að sú ánægja hefur síst minnkað.
    Allavegana, þá heimsæki ég síðuna þína oft og hef haft gaman af...enda virðumst við eiga ýmislegt sameiginlegt:-)
    Með kattarlegri kennarakveðju
    Silfá

    SvaraEyða

Skrifa ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir