Nýkomin af Skrekk og skemmti mér vel. Krakkarnir okkar stóðu sig frábærlega en það var fullt af góðum atriðum og bara tveir skólar komust áfram. Annar skólinn sem komst áfram átti það að vísu engan veginn skilið en ég nefni engin nöfn. Ég vil samt að það sé á hreinu að Seljaskóli sökkar big time.
Lenti í einhverju ands... ÍTR idjóti með meiningar af því að nokkrir krakkar voru að reykja út undir vegg. ,,Þið verðið að tala við krakkana" frussaði hann út sér í ægilegri hneykslan. ,,Nei, ég tala aldrei við börnin" hvæsti ég á móti en bætti ekki við ,,helvítis fávitinn þinn" eins og hann átti skilið.
Í alvöru talað, ég skil alveg að það sé bannað að reykja á skólalóðum og á skólatíma en við opinberar byggingar (sem er leyft að reykja inni í) út undir beru lofti. Ég get alveg skyldunöldrað en ég nenni ekki að elta þau út um allar trissur. Þetta eru unglingar, þeir fikta, þetta er löglegt efni sem ríkið selur og það eru engin lög sem banna unglingum að reykja eins og lögin sem banna þeim að drekka. Bara svo það sé á hreinu þá banna ég þeim að reykja og nöldra en ég nenni ekki að vera í einhverri brjálaðri fanatík. Mér finnst þetta reykingamál vera á könnu foreldranna satt best að segja.
miðvikudagur, janúar 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
jamm, sammála. það er ekki hægt að klína allt á kennara, þið eigið að kenna, en foreldrar eiga að ala upp.
SvaraEyða