Búin að eyða deginum með Macbeth og litlu stærri frænku. Hún er í 10. bekk Landakotsskóla og er að lesa Macbeth! Ég las hann í 6. bekk MR. Er eiginlega hálfmiður mín. Ætla alveg klárlega að endurskoða námsefnið í minni enskukennslu.
Fór á deitið í gær. Er þá ekki lengur deit-jómfrú. Ég fór reyndar einu sinni á speeddate en það var kannski ekki alveg í fullri alvöru. Eða ég nota það sem fyrirslátt af því að ég sló ekki í gegn. Veit ekki alveg. Ég fann alla vega ekki draumaprinsinn þar. Við fórum að sjá The Aviator, vorum sammála um að formlegt stefnumót væri bara stressandi. Hittumst kannski aftur, það er aldrei að vita.
Myndin var ágæt en full langdregin. Leonardo er að fullorðnast, gengur hægt en mjakast.
Var allt í einu að fatta að ég hef aldrei séð Rocky III með Mr. T. Ætla flytja mig um skjá.
sunnudagur, febrúar 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli