Þá er ég komin af fjöllum. Fórum í Bláfjöllin og fengum þvílíku bongóblíðuna á þriðjudaginn að krakkarnir voru bara úti á stuttermabolum. Held þau hafi bara skemmt sér vel þrátt fyrir fýlu í tiltektunum.Ég skemmti mér alla vega alveg ágtlega.
I do have a question. Hver nemandi þurfti að borga 1.200,- fyrir nóttina í svefnpokaplássi, taka með sér allan mat og svo þurftum við að þrífa skálann á eftir okkur. Ókey, so far so good. En almenningur átti að hafa aðgang að skálanum líka. Við bönnuðum krökkunum að vera á útiskóm til að halda þokkalega hreinu en annað fólk átti að mega að vaða inn á útiskóm. Annað fólk fékk að fara klósettin sem við áttum svo að þrífa. (Gerðum samt ekki, létum skálavörðinn sitja uppi með þau.)Ég er bara ekki sátt við þetta. Ég er bara ekki sátt við þetta og tókst að lenda í deilum við fávita sem er í skíðafélaginu og þóttist vera skálavörður sem kom síðan á daginn að hann var alls ekki. Hann óð inn á skítugum skónum og tók ekkert tillit til reglunnar okkar. Svo fullyrti hann að 1.200,- fyrir svefnpokapláss þar sem maður þyrfti að þrífa allt eftir sig væri ódýrt. Hann færi sko út um allt land o vissi þetta. ,,Já, já, og hvar er þetta svona?" ,,Ég hringi bara í einhverja konu." ,,Og hvaða kona er það?" ,,Það er bara einhver kona. Ég er með númerið hennar heima." Fáviti segi ég. FÁVITI!
Krakkarnir spurðu síðan hvort ég hefði skemmt mér í deilunum en ég get ekki sagt að ég hafi gert það. Mér finnst ekkert gaman að leiða fólki heimsku þess fyrir sjónir en stundum verður það bara að gerast. It's a dirty job but somebody's got to do it.
fimmtudagur, febrúar 24, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
hei, Lilja Dögg söngvinkona mín var með bekknum sínum í Bláfjöllum, á mánudag amk. Er hún að kenna með þér? Hélt hún væri í Hólabrekkuskóla. Eða voru þetta margir skólar?
SvaraEyðaNei, hún kennir ekki með mér. En það er rétt að Hólabrekkuskóli var í næsta skála þarna á þriðjudaginn þegar við komum. Það var einhver enn einn skóli á svæðinu líka sem ég man ekki hver var. Þetta voru engin samantekin ráð, hittist bara svona á. Og allir ferlega heppnir því veðrið á þriðjudag var dááásamlegt!
SvaraEyðaþokan hefur sem sagt ekki náð þarna upp eftir?
SvaraEyðaNei, við vorum fyrir ofan þokuna. Hún var eitthvað að rembast á miðvikudaginn en það var stutt stopp.
SvaraEyða