Varúð! Kattasaga.
Þegar kettlingarnir voru orðnir 8 vikna var farið að gefa þá eins og gefur að skilja. Við völdum Jósefínu af því að hún var líkust Kleópötru mömmu sinni. Sú ferð gengur undir nafninu Cat-nappið mikla því Jósefína sem var algjör túttubella eins og sést á myndinni sat í fanginu á litlu systur með þennan svip og skildi ekkert í því sem var að gerast. Þegar við komum heim með hana þá byrjaði hún á því að hlaupa hring eftir hring meðfram veggjum í stofunni til að kanna svæðið. Þetta tók dálítinn tíma og heimilisfólk fylgdist með. Skyndilega stoppaði hún og við héldum að hún ætlaði að skoða eitthvað annað en nei, þá ákvað hún að hlaupa öfugan hring, hring eftir hring. Eftir því sem dagarnir liðu þá fór hún auðvitað að jafna sig á breytingunni og við skulum ekkert tala um litla köggla sem voru skildir eftir á bak við gardínur fyrsta daginn.
Einhverju seinna þegar stóra systir var búin að gefa alla kettlingana þá kom hún í heimsókn með Kleó því spenarnir voru hálfþrútnir og athugað hvort Jósefína gæti ekki aðstoðað með það. Jósefína var þetta líka ánægð þegar hún sá mömmu sína og reddaði spenavandanum í hvelli og hékk svo utan í mömmu sinni lon og don. Í eitt skipti barst eitthvað ískur inn og Kleópatra spratt á fætur og byrjaði að leita út um allt. Hún hefur haldið að það væru fleiri kettlingar á svæðinu. Myndin hér að ofan er sem sagt tekin við þetta tækifæri, Kleópatra ákvað að viðra sig aðeins á svölunum og Jósefína fylgdi auðvitað fast á eftir. Hins vegar var það dálítið fyndið að eins ánægð Jósefína var með heimsóknina og mömmu sína þá var hún hreint ekki jafn hrifin þegar mamma hennar fór í matinn hennar. Þá reyndi hún að ýta henni frá.
Nokkrum árum seinna bjó Kleó hjá okkur í smátíma vegna flutninga og þá voru þær búnar að steingleyma hvor annarri og nánast stríðsástand á heimilinu. Í eitt skipti var Kleó búin að skríða inn í sængurverið í hjónarúminu og svo lallaði Jósefína sig inn í rúm í rólegheitum til að leggja sig. Hún skildi auðvitað ekkert í því af hverju við stóðum í dyragættinni og fylgdumst með þegar hún var að þæfa sængina og koma sér fyrir nánast beint ofan á mömmu sinni. Svo hreyfði Kleó sig og stökkið sem Jósefína tók beint upp í loftið var gríðarlegt.
laugardagur, febrúar 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli