Þegar við systur vorum litlar þá máttum við ekki fá gæludýr. Þ.a.l. var það fyrsta verk stóru systur þegar hún flutti að heiman að fá sér kött. Hún og meðleigjandinn fengu sér fyrst högna sem var skírður Sesar en því miður stakk hann af við fyrsta tækifæri. Nokkru seinna kom lítil læða inn á heimilið.
þessi dama var skírð Kleópatra. Hún lenti í því að vera tekin of snemma frá mömmu sinni og þróaði upp einhver ægileg sálfræði issjú út af því. Hún reyndar ákvað að stóra systir væri mamma hennar og elti hana helst út um allt . Allir aðrir voru hins vegar óvinir. Einu sinni var hún í pössun heima hjá pabba og mömmu og ég ætlaði að láta hana sofa hjá mér í kjallaraherberginu. Þegar ég hélt á henni niður snerist hún í höndunum á mér og sneri sig lausa. Svo þurfti ég að sækja hana upp allan stigann. Hendurnar á mér voru allar útklóraðar eftir hana og ég er enn með ör eftir 18 ár.
Þegar stóra systir flutti annað þá vildi hún taka Kleó með sér en samleigjandinn gerði tilkall til hennar líka svo það lá við forræðisdeilu. Sem betur fer fékk systir hana.
Svo var ákveðið um svipað leyti og stóra systir var ófrísk að Kleópatra fengi að eiga kettlinga. Hún eignaðist fimm stykki, hvern öðrum sætari.
(Jósefína liggur í hálsakotinu á mömmu sinni.)
Eins mikill vargur og Kleó var þá var hún fyrirmyndar mamma. Mér er minnisstætt í eitt skipti þegar allir kettlingarnir voru sofandi að þá ætlaði hún að læðast fram og fá sér að borða en þá vaknaði einn og gaf frá sér mjálm og hún hentist til baka í körfuna, fleygði sér á bakið með spenana upp.
Svo þegar þeir voru orðnir eldri þá lék hún stundum við þá með skottinu svo hún gæti aðeins hvílt sig. Og þegar þeir voru orðnir enn eldri þá lagðist hún bara í gangveginn svo hún gæti haldið þeim öllum á einum stað.
En þannig er Jósefína tilkomin. Hún er hérna fremst með mömmu sinni.
Við hinar systurnar vildum endilega fá einn kettling og völdum Jósó af því að hún var líkust mömmu sinni. Pabbi ætlaði eitthvað að malda í móinn þegar Jósefína var kominn og sagði eitthvað á þá leið að annað hvort færi hann eða kötturinn! Mamma benti honum þá vinsamlegast á að hann vissi hvar hurðin væri en kettlingurinn ekki. Pabbi og Jósefína urðu líka bestu vinir. Hún sat oft ofan á ristinni á honum þegar hann var að sækja Moggann á morgnana.
Kleópatra var alltaf á pillunni og endaði á því að fá krabbamein í spenana. Hún var orðin talsvert veik þótt hún væri alltaf vel hress og var svæfð um sumarið 2001 rétt áður en þær mæðgur fluttu til Svíþjóðar. Kleópatra hafði róast með árunum og áttað'i sig alveg á því að stelpurnar væru bara börn þoldi og þeim meira en fullorðnum enda þótti stelpunum afskaplega vænt um Kleó sína. Það var því voða sárt þegar það þurfti að svæfa hana.
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Æ, en sæt saga. Og sætar kisur. Ég mátti heldur ekki fá gæludýr þegar ég var lítil, nema mér stóð til boða að fá mér fiska, sem ég vildi ekki. Hef átt eina kisu sem er því miður dáin. :'(
SvaraEyða