Road rage strikes back
Eins undarlega og það kann að hljóma þá er ég dálítið glannalegur bílstjóri. Ja, kannski ekki glannalegur heldur meira svona eina viti borna manneskjan á götunum. Alla vega eru hugsanir eins og: ,,Haltu áfram!" ,,Af hverju ertu hérna vinstra megin'" ,,Djö... fífl eru þetta!" ,,Af hverju fá öll þessi fífl ökuleyfi?!" orðnar mjög ráðandi í höfðinu á mér undir stýri þessa dagana.
Í morgun lendi ég í því að einhver kelling svín-læðist fram fyrir mig til að stoppa á beygjureininni til athuga vel og vandlega hvort hún kæmist inn á aðalgötuna, eins og ég vissi að hún gæti ef hún hefði drullast áfram, en stoppið varð þess valdandi að ljósin skiptu og við þurftum að bíða heillengi eftir umferðinni á aðalgötunni. Þegar við loksins komumst inn á fór ég auðvitað fram úr og sendi henni verulega illt augnaráð. The Evil Eye.
Seinnipartinn í dag er ég á leiðinni heim og loksins búin að losna við öll fíflin fyrir framan mig því þau höfðu vit á að vera hægra megin þegar eitt fíflið bráðnauðsynlega verður að svína fram fyrir mig. Ég þarf auðvitað að negla niður, skipta um gír og flauta. Nema hvað að ég hef aldrei flautað á nýja bílnum mínum (Subaru Legacy '97, jájá, ég er að verða kerling). Einhverra hluta vegna, mér óskiljanlegra, nota ég hægri þumalfingur á flautuna. Dúndra honum svona niður í miðjuna. Miðjan ýtist niður en sprettur svo upp aftur og fleygir þumalfingrinum langt upp í loftið og í óeðlilega afstöðu gagnvart restinni af hendinni sem var að ýta af öllu afli niður. Þetta var frekar sárt. Þegar ég er komin heim og búin að leggja þá ætla ég ekki að geta drepið á bílnum því ég gat varla snúið lyklinum og verður mér þá ljóst að lófinn er stokkbólginn í framhaldi af þumlinum. Ég hljóp auðvitað beina leið til læknisins (skyldmenni) og lét líta á þetta. Ég er sem sagt stokkbólgin og get átt í þessu næstu 6 vikurnar.
Mér finnst þetta eiginlega bara nokkuð gott á mig og vona að ég læri af reynslunni, því hver er fíflið núna, Ásta mín?
Hins vegar er ég ekki frá því að þetta sé mjög alvarlegur hönnunargalli á bílnum og er virkilega að íhuga multi-mílljón króna lögsókn.
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
Oh, great. A new fear!
SvaraEyða