Ég er búin að vera í ofnæmiskasti undanfarna daga svo það er loksins að hvarfla að mér að kannski sé ég lasin. Þjáist nú samt bara af stífluðu nefi og krónískri þreytu.
Kom heim af Idol kvöldi í gær að kolstífluðum eldhúsvaski. Fullur af svartri drullu. Hellti Mr. Mucle í hann en það virkar ekki. Ætla að leita að baneitruðum stíflueyði sem heitir One-shot og var til í gamla daga. Ef það virkar ekki þá þarf ég að hringja út pípara. Langar samt ekki til að eyða helginni í lagnavanda, truth be told.
Sá að Menntaráð hélt sinn fyrsta fund í gær. Búið að spyrða grunnskólann fastan við leikskólann. Það er auðvitað alveg óvart og hefur ekkert með launamál kennara að gera. Nei, auðvitað ekki. Ég er fæðingarhálfviti sem fæddist í gær.
Bergþóra Valsdóttir er enn þá framkvæmdastjóri SAMFOK og situr sem áheyrnarfulltrúi í Menntaráði. Ef einhver man ekki hver Bergþóra Valsdóttir er þá var það hún sem drullaði yfir alla kennara í Fréttablaðinu nýverið með því að kennarar hefðu ruslað til að og ættu að þrífa eftir sig. Alltaf svo gaman að það sé algjörlega einum að kenna þegar tveir deila. Sérstaklega þegar það var samþykktur samningur sem var nánast samhljóða tilboði sem kennarar lögðu fram í apríl eða maí. Segið mér endilega aftur hverjum tveggja mánaða verkfall var að kenna. But then again, sleppið því. Nenni ekki að sitja undir frekari skít vegna starfs míns.
Kennarafélagið ætlaði að mótmæla þessum orðum hennar. Mér þætti gaman að vita hvernig það var gert því ég hef ekkert heyrt um það. Var sent prívatbréf sem í stóð: Skammastu þín, ef þú vildir vera svo væn." ? Ég er að verða illa þreytt á því hvernig kennarastéttin lætur traðka endalaust á sér. Þessi manneskja á bara að hætta sem framkvæmdastjóri SAMFOK. Það er ekkert flóknara en það.
laugardagur, febrúar 12, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
mér finnst alveg skelfilega sorglegt að félag eins og samfok geti ekki staðið við bakið á kennurum og skólakerfinu frekar en að vera með svona leiðindi :(
SvaraEyðaekki gera samt lítið úr leikskólanum. Leikskólakennsla er sérhæft og töluvert nám, mér finnst fínt að spyrða þetta saman, annars yrðu leikskólakennararnir endalaust eftirá. Baráttan verður að halda áfram en ekki með því að troða á öðrum...
Það var nú ekki ætlunin að gera lítið úr neinum. Ég meinti bara það að grunnskólakennarar vildu miða sig við frmahaldsskólakennara sem eru með hærri laun en sveitafélögin ætla sér að miða okkur við leikskólakennara sem eru með lægri laun en við. Þar sem leikskólakennarar miða sig við grunnskólakennara þá hefði ég haldið að þeir myndu frekar græða á því að við værum miðuð við launahærri stétt. En má auðvitað vera að mér skjátlist.
SvaraEyðajá, auðvitað viljum við (já, líka við í tónlistarskólunum) miða okkur við framhaldsskólann. Leikskólakennarar eru reyndar (að ég held) að verða komnir með mjög svipuð laun og grunnskólinn, ég held að ef þessu er spyrt saman verði einingin bara sterkari, hvort sem það var nú ætlun sveitarstjórnarmanna eða ekki.
SvaraEyðaHefði ekki verið sterkara að leikskólinn hefði líka verið í verkfalli í haust? Stórefast um að það hefði fengið að vara svona lengi. Ég veit ekki hvað leikskólakennarar fengu í síðustu samningum en okkur var sagt að okkar samningur væri sambærilegur. Og ég held að við höfum fengið tiltölulega betra út en grunnskólinn. Sveitarstjórnirnar ekki treyst sér í önnur átök svona strax...
Ein af röksemdunum sem voru bornar á borð fyrir okkur var að stéttin væri svo stór og þess vegna ekki hægt að hækka launin. Hitt er alveg rétt að því fleiri sem við erum því meiri þrýsting gætum við myndað.
SvaraEyða