Meðan húsbóndinn var að tala kom fólkið inn til að þiggja blessun Skálholtsbiskups, frænkan, hin hnýtta, með berar kjúkurnar, systirin, hin sára, með burtétið andlitið, þær voru ekki rónni fyren þær höfðu tranað sér uppí fasið á gestunum, augliti til auglitis við frakt heimsins. Örkumlamenn, og fáir einsog líkþráir, hyllast til að ota fram kaunum sínum, sérstaklega við þá sem einhvers mega sín, oft með ögrunarstolti sem afvopnar jafnvel hinn fræknasta mann og gerir hinn fríðasta hlægilegan í augum sjálfs sín: Sjá þetta hefur drottinn af náð sinni veitt mér, hér er mín verðskuldun fyrir drotni, segja þessar mannsmyndir og spyrja um leið: Hver er þín verðskuldun, hvers virti drottinn þig? Eða jafnvel: Drottinn hefur slegið mig þessum kaunum fyrir þig.
Meistari Halldór Kiljan Laxness, Íslandsklukkan bls. 28.
miðvikudagur, febrúar 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli