Þá er óvissuferð starfsmannafélagsins um suðurlandsundirlendið lokið og slapp ég tiltölulega heilu höldnu í gegnum hana. Datt að vísu af hestbaki í fyrsta skipti á ævinni en það var ósköp pent og nett fall og hjálmurinn tók höggið. Hins vegar er stoltið ákaflega sært svo ég er að íhuga multimilljónkróna lögsókn á hendur hestaleigunni vegna andlegs álags.Það er náttúrulega algjörlega henni að kenna að girða hnakkinn ekki betur þótt ég hafi fundið það áður en lagt var af stað og farið svo í kappreið. Algjörlega þeim að kenna. Algjörlega!
Jæja, best að koma sér í vinnuna og klára yfirferð og einkunnagjöf.
laugardagur, júní 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Mér finnst borgaralegar fermingar asnalegar.
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Um daginn var fundur með umhverfis- og samgöngumálaráðherra á Húsavík. Fjölmiðlar komu og gerðu málinu skil og voru þau skil öll á þann veg ...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli