miðvikudagur, júní 08, 2005

Fór að skoða aðstæður í Aðaldalnum í dag. Brunaði fram og til baka svo ég tók mömmu og litlu systur með sem kompaní og varaökumenn. Sem var mjög gott því litla systir keyrði alla leiðina til baka. Mér líst bara vel á Dalinn. Fer að kenna á meðferðarheimilinu en verð undir stjórn Hafralækjarskóla. Ég fæ reyndar að ráða þessu að miklu leyti sjálf með tilliti til aðalnámskrár, húsráðanda, skólans og hvers og eins nemanda. Hljómar vel og verður örugglega mjög skemmtilegt. Það bíður eftir mér fjögurra herbergja parhús með lágri leigu, kirkjukór og bóndi. Jájá, skólastjórinn lofaði mömmu tengdasyni:)
Það er bara einn hræðilegur galli. Húsdýrahald er bannað á skólalóðinni svo ég get ekki fengið mér hvolp. Hvolpurinn er fæddur og bíður bara eftir réttum aldri svo þetta er algjör bömmer.

3 ummæli:

  1. til hamingju með þetta, spennandi :-)

    SvaraEyða
  2. En, en, en þetta er á LANDSBYGGÐINNI!

    SvaraEyða
  3. Þá er bara að ná sér í eiginmann hið snarasta, svo þú getir haft hvolpinn hjá þér ;)

    SvaraEyða