Þá er vinnan að taka á sig mynd. Ég kenni líka ensku í 10. bekk. Það er gaman, gott að fá tilbreytingu og vera með tengsl inn í skólann. Annars heimsótti ég vinnustaðinn minn í dag. Mér líst vel á þetta allt saman. Ég er nú á því að aðalmarkmiðið sé að hafa gaman.
Það er búið að bjóða mér í gönguklúbb sem ég þáði auðvitað með þökkum. Við fórum út áðan í rúmlega klukkutíma túr. Ég er þá loksins búin að sjá hina víðfrægu Laxá í Aðaldal. Og finna gönguleiðir án þess að lenda á hlaðinu hjá fólki. Ég lagði líka inn umsókn í kirkjukórinn, kórstjórinn virtist bara ánægður með það. Verður örugglega enn hrifnari þegar ég hef upp undurfagra raust mína.
Þar sem þetta var fyrsti vinnudagurinn með mínum vinnufélögum þá fór ég fínlega í að forvitnast um karlpening staðarins. ,,Ég kom hingað til að ná mér í mann. Hvar eru einhleypu karlmennirnir?" Mér skilst að það sé víst ekki um mjög auðugan garð að gresja. Ég er ekki ánægð með það. Ég verð að stækka leitarsvæðið.
fimmtudagur, ágúst 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Eru ekki einhverjir einsetubændur þarna, a la Gísli í Uppsölum? :lol:
SvaraEyðaBlessuð góða þetta endar með hanaslag óðalserfingja á hlaðinu hjá þér.
SvaraEyðaÉg stólaði alveg á einsetubændurna en þeir eru víst gengnir út.
SvaraEyðaÉg myndi nú alveg þola það að láta slást um mig:)
Mér líst vel á að þú stækkir leitarsvæðið. Hér á Akureyri eru til dæmis margir fagrir sveinar og örugglega einhverjir ólofaðir. Þú verður bara að líta í höfuðstaðinn (norðurlands) einhverja helgina og sjá hvað er í boði. Vertu velkomin í kaffi í leiðinni! :)
SvaraEyðaTakk kærlega fyrir það. Það er aldrei að vita nema ég kíki á úrvalið þarna:)
SvaraEyða