Hér er rjómablíða og ekki normalt hvað sveitin er falleg. Þurfti að hafa mig alla við að fylgjast með veginum þegar ég fór í vikulega kaupstaðarferð til Húsavíkur því það var svo margt sem gladdi fegurðarskynið. (Ég er að verða ægilega væmin með aldrinum og mér er bara alveg sama!)
Það er sundlaug í skólanum sem ég má nota svo ég keypti sundbol í leiðinni. Ég veit ekki einu sinni hvað það er langt síðan að ég fór í sund. Laugin er öll grunn svo mér á að vera óhætt þótt ég sé ósynd. Vonast til að laga það núna í vetur.
Ég veit að partíin eru byrjuð hjá 15 ára samstúdentum mínum og vona að þau skemmti sér vel:)
föstudagur, ágúst 19, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli