sunnudagur, ágúst 28, 2005

The poor little flies are just dropping lika flies. Ég hef komist að því að eitt af því sem fylgir sveitinni er meira dýralíf. Mér þykir ósköp ljúft að heyra í kúnum í næsta garði. Því miður hef ég ekki heyrt í hananum sem galar á hinum undarlegustu tímum nágranna mínum til mikillar mæðu. Hins vegar er ég bara í því þessa dagana að sópa gluggakisturnar sem þær umturnist ekki í fjöldagrafir flugna. Ég sópaði líka upp nokkrum köngulóarhræjum um daginn en hef sem betur fer bara rekist á eina lifandi. Svo var verið að segja mér að hér á lóðinni þrifist sérstaklega harðgerð tegund músa, svokallaðar bílamýs. Þær eiga það til að skríða upp í vélahúdd í leit að hlýju, deyja svo væntanlega skelfilegum dauðdaga (ég vil ekki hugsa um það) og svo þarf að eyða tugþúsundum í viðgerð til að hreinsa út músahræ úr vélinni. Það hefur margoft verið eitrað fyrir þeim og alls konar kúnstir en ekkert virkar. Það ætti kannski að leyfa kattahald! Ha?!
Ég sakna Snotru.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...