Útborgunardagur, eða þannig. Það liggur fyrir nú þegar að tekjurnar dekka ekki útgjöldin. Sem þýðir að ég verð að taka út af bankabókinni og ég þoli það alls ekki. Mér líður illa ef ég á ekki pening í bankanum. Það hefur ekkert með það að gera að ég er í krabbamerkinu, það er bara óheppileg tilviljun. Netbankinn hjá KB banka var í tvö ár að hlaðast inn á ADSL-inu í Reykjavík. Ég er að verða gjörsamlega vitstola að sitja yfir innhringisambandinu í Aðaldælahreppi. Þessir bankastjórar ættu að setja eitthvað af millónunum sínum í að laga þessa heimasíðu. Eða gefa landsbyggðum háhraðasamband. Það er náttúrulega ferlega sniðugt að gera kröfu um upplýsingatækni í Aðalnámskrá en tryggja ekki öllum nemendum aðgang að netinu. Netsamband lá niðri í Hafralækjarskóla lon og don síðasta vetur. Fólk hlær kuldalegum hlátri ef maður nefnir netið.
Hins vegar fékk ég þær dásamlegu fréttir í gær að skattur af leigutekjum er ekki nema 10%. Skelfing varð ég ánægð, hélt nefnilega að það væri 40% eins og af öðrum tekjum. Já, ég leigði út íbúðina mína svo ég ætti afturkvæmt ef þetta yrði allt voðalegt:)
fimmtudagur, september 01, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Ef þú leigir þarna fyrir norðan, þá máttu draga þá fjárhæð frá leigutekjunum - og greiðir þá fjármagnstekjuskatt af mismuninum, ekki allri upphæðinni.
SvaraEyða;o)
Takk kærlega fyrir þetta. Ég leigi nefnilega einmitt:)
SvaraEyðabiddu KáBéara að gera síðuna sína makkasamhæfða, bankasíðurnar eru nefnilega flestar hundleiðinlegar við makka. Skrítið, miðað við hvað margir eru komnir yfir á makkasamfélagið...
SvaraEyðaMér datt í hug að það væri eitthvað í sambandi við makkann. Bévaðir leiðindamaurar eru þetta:( Það eru margir makkavæddir kennarar hérna, ég varð alveg hissa.
SvaraEyða