mánudagur, september 05, 2005
Frjálst flæði leiðir stundum sannleikann í ljós. Var á kjaftatörn með 10. bekknum sem er algjört undantekningartilfelli í mínum kennslustundum og gerist bara örsjaldan, og við fórum að ræða um bíla. Ég sagði þeim að ég hefði átt Plymouth Volare '79, strætókort og Ford Orion '87. Kosturinn við þessa bíla væri sá að þeir hefði verið sérstakir og ég hefði alltaf fundið þá á augabragði á bílastæðum. Nú þegar ég ætti týpískan, japanskan fjölskyldubíl þá lenti ég alltaf í stökustu vandræðum að finna hann. Þá benti einhver nemandi á að það væri nú ekki mikill bílafloti á stæðunum hér. ,,Nei, einmitt. Þess vegna flutti ég út á land. Til að finna bílinn." A-ha!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Nema hvað!
SvaraEyða