mánudagur, september 05, 2005

Frjálst flæði leiðir stundum sannleikann í ljós. Var á kjaftatörn með 10. bekknum sem er algjört undantekningartilfelli í mínum kennslustundum og gerist bara örsjaldan, og við fórum að ræða um bíla. Ég sagði þeim að ég hefði átt Plymouth Volare '79, strætókort og Ford Orion '87. Kosturinn við þessa bíla væri sá að þeir hefði verið sérstakir og ég hefði alltaf fundið þá á augabragði á bílastæðum. Nú þegar ég ætti týpískan, japanskan fjölskyldubíl þá lenti ég alltaf í stökustu vandræðum að finna hann. Þá benti einhver nemandi á að það væri nú ekki mikill bílafloti á stæðunum hér. ,,Nei, einmitt. Þess vegna flutti ég út á land. Til að finna bílinn." A-ha!

1 ummæli: