Litlu villingarnir mínir sáu um hádegismatinn í dag. Bjuggu til alveg ágætis pizzu. Ég er fegin að ég skyldi taka sénsinn á þessum matreiðslutímum. Þau blómstra alveg í þessu. Bökuðu dýrindis köku í síðustu viku. Verklagni er dýrmætur hæfileiki.
Börnin í skólabyggingunni er búin að kynnast Elvis og Janis og þeim. Kynnti þau formlega fyrir John F. Kennedy í dag. Ekki hægt að segja að ég sé alveg límd við námsbókina.
Fór í kvöld eins og síðastliðið miðvikudagskvöld í gongu með gönguklúbbnum Áttavilltum. Stimplaði mig formlega inn í hann þegar ég rataði varla út úr Húsavík. Við sem sagt fórum til Saltvíkur og gengum þaðan til Húsavíkur. Vorum samt búnar að koma einum bíl þangað. Þegar aftur kom til Húsavíkur þá sýndu heimakonur (eintómar konur í klúbbnum) og sveitavörgunum aðeins í bænum, skrúðgarðinn og annan sem er heimatilbúinn. Þ.e.a.s. maður í bænum útbjó svolítinn sælureit á eitt sinn tómu holti.
Ég fer ekki ofan af því að Húsavík er dásamlegur bær. Bærinn er svo þrifalegur og fallegur. Útsýnið er dásamlegt. Ég spurði hvað hús kostuðu á Húsavík.
miðvikudagur, september 07, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Sl. föstudag var ung kona á bar. Sennilega drakk hún of mikið og drapst inni á einu klósettanna. Þegar dyraverðir ætluðu að loka staðnum s...
Living dangerously, I know:)
SvaraEyða