Árshátíð skólans var í gær. Hér árshátíðin fyrir alla. 1.-10. bekk, foreldra, vini og vandamenn. Allri sveitinni var boðið. Þetta var mjög skemmtilegt. 6.-7. bekkur setti upp Bangsímon og 10. bekkur Dýrin í Hálsaskógi. Sérdeilis glæsileg leikskrá fylgdi sem undirrituð hafði umsjón með:) Svo var dansað. Í fyrsta skipti dansaði ég á nemendaballi enda talsveri öðruvísi nemendaball en ég er vön. Var ég samt aðallega í því að draga litla bekkinn minn út á gólf og hafðist það á endanum.
Það er sennilega ekki hægt að halda svona skemmtanir í bænum vegna stærða skólanna. Á þessari hátíð var fjölskyldan að skemmta sér saman, krakkarnir búnir að æfa mikið og setja upp leiksýningar frá a-ö. Ég er ekki frá því að þetta fyrirkomulag sé miklu betra.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir