Á árshátíðinni um daginn heyrði ein konan, frá hinum, að ég væri að leita að manni. Hún gerði sér lítið fyrir og kallaði í næsta mann. Íslenskar sveitakonur eru nú ekkert að vandræðast með svona smá vandamál og leysa þau með annarri hendi meðan þær vaska upp með hinni. . Maðurinn bauð mér upp sem ég þáði. Eftir þann dans kvaddi ég bara kurteislega enda höfðaði maðurinn ekki til mín þótt eflaust ágætur sé. Nýlega hitti ég konuna aftur og spyr hún þá hvernig hafi gengið hjá mér og manninum eins og þetta hafi verið upphafið að einhverjum voða rómans. Fyrst var ég hálfhissa en áttaði mig svo á því að þegar kvendýr hér í sveitinni eru eitthvað að vesenast eru þau náttúrulega bara ,,leidd undir” og þeirra hysterísku vandamál leyst. Ég er brúnhærð, búttuð og sæt but I’m not a cow, though!!!

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Krossinn sem ég ber

Vandamál og lausnir