þriðjudagur, janúar 17, 2006

Kennsla féll niður í dag vegna veðurs. Það var nú orðið tímabært að maður græddi eitthvað á þessum króniska kulda hérna:) Mætti samt aðeins í vinnuna til að undirbúa og ljósrita. Ég er vinnuþræll í eðli mínu. Svo er ekkert hvasst hérna í innsveitinni, það er frekar meðfram ströndinni. Börnin koma víða að svo það er ófært fyrir mörg þeirra. Og auðvitað ekkert vit að vera að taka einhverja sénsa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli