laugardagur, mars 04, 2006
Mætti á fund hjá Svæðafélagi Vinstri-Grænna í Þingaeyjarsýslum í dag. Það var gaman og fróðlegt. Alltaf gaman að tala við viti borið fólk:) Öll þessi orka sem Húsvíkingar eiga dugar varla fyrir álverið. Og alveg örugglega ekki ef stærri útgáfan verður reist. Þá þarf að virkja meira. Samt var ein helsta röksemdafærslan fyrir þessu öll orkan sem var til. Það var samt margt fleira rætt en álverið. Þetta kom mér bara á svo á óvart. Ég var kosin í stjórn félagsins og hlakka til að taka þátt í þessu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
jú gó görl! Talaðu okkar máli. Ég er steinhætt að þora að segja nokkurn hlut, verandi listamaður búsett í hundraðogeinum!
SvaraEyðaÞetta er allt gott og blessað, en hvað með aðalatriðið? (Eru einhverjir myndarlegir i félaginu?)
SvaraEyðaJá, listamenn eru ekki nefndir öðruvísi en með ákveðnum tóni og svip á andlitinu. Ótrúlegt alveg.
SvaraEyðaMér sýndist þetta allt vera giftir menn. Það var reyndar frekar fámennt, það er nánast dauðasynd að vera á móti álveri þessa dagana. Stærsta vandamálið í eiginmannsleitinni er samt það að ég er enn skotin í ómögulega manninum:(
Fámennt og allir giftir. Þú ert greinilega í röngum flokki! Hvernig er Samfó þarna fyrir norðan? ;)
SvaraEyðaÉg er í alveg hárréttum flokki. En tilraunin var góð:)
SvaraEyðaÞað mátti reyna, he he.
SvaraEyðaÉg er alls ekki að skilja þessa ást á álverum hér á landi. Og fólki virðist vera sama þótt ferðamannaiðnaðurinn og sjávarútvegurinn næstum því þurrkist út. Þetta er svo mikil skammsýni. Ég kýs pottþétt VG í næstu kosningum! Og er þá mikið sagt - hef nú frekar talist til þeirra þarna til hægri!! :o)
SvaraEyðakv.
Soffía